Author Archive

Sundþjálfari óskast

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir sundþjálfara til að þjálfa sundhóp Aspar, 15 ára og eldri. Verkefnið er spennandi og skemmtilegt, getur skapað tækifæri til ferðalaga og veitt mikilvæga og góða reynslu á þjálfaraferlinum.

Íþróttafélagið Ösp starfar með það að markmiði að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem ekki finna sér farveg innan almennra íþróttafélaga og innan félagsins eruð iðkendur með mismunandi fötlun og sérþarfir.

Þjálfun fer fram í Laugardalslaug á eftirtöldum tímum:

Mánudaga kl. 16:30-18:00
Þriðjudaga. kl. 16:30 – 18:00
Miðvikudaga kl. 18:30-20:00
Fimmtudaga. kl.16:30 – 18:00
Föstudaga kl.16:00-17:30
Laugardaga kl. 10:15-11:45

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson formaður.
Netfang olliks@simnet.is
Sími 899-8164

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta

Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll.

Á mótinu kepptu 12 fótboltalið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Mótið hófst á því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, bauð gesti velkomna og setti mótið. Áður en hann gerði það gekk hann ásamt Daða, fulltrúa lögreglunnar, inn í salinn með kyndil leikanna.

Fjölnir vann riðil 1 á markatölu, en gat ekki unnið til verðlauna á mótinu. Ösp taldist því sigurvegari riðilsins og var Fjölnir valið prúðasta liðið þar og hlaut með því háttvísisverðlaun KSÍ.

Mön vann riðil 2 og þar voru Færeyingar valdir prúðastir og hlutu háttvísisverðlaun KSÍ.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða úrslit riðlanna tveggja:

Riðill 1

Riðill 2

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 1 of 2 12