Archive for Fréttir

Sumarbingó 13. maí kl. 12:00

Nú er komið að alvöru sumarbingói. Bingóið verður haldið í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Breiðholti þann 13. maí og hefst kl. 12:00.
Magnaðir vinningar eins og vant er og ÞÉR er boðið að taka þátt í gleðinni með okkur.

Bingóinu verður lokið tímanlega fyrir vorgleði Aspar og því ættu allir að geta tekið þátt í öllum viðburðum Aspar þann daginn.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Sundþjálfari óskast

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir sundþjálfara til að þjálfa sundhóp Aspar, 15 ára og eldri. Verkefnið er spennandi og skemmtilegt, getur skapað tækifæri til ferðalaga og veitt mikilvæga og góða reynslu á þjálfaraferlinum.

Íþróttafélagið Ösp starfar með það að markmiði að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem ekki finna sér farveg innan almennra íþróttafélaga og innan félagsins eruð iðkendur með mismunandi fötlun og sérþarfir.

Þjálfun fer fram í Laugardalslaug á eftirtöldum tímum:

Mánudaga kl. 16:30-18:00
Þriðjudaga. kl. 16:30 – 18:00
Miðvikudaga kl. 18:30-20:00
Fimmtudaga. kl.16:30 – 18:00
Föstudaga kl.16:00-17:30
Laugardaga kl. 10:15-11:45

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson formaður.
Netfang olliks@simnet.is
Sími 899-8164

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Lokahóf og jólakaffi Aspar

Sunnudaginn 10. desember verður lokahóf og jólakaffi Aspar haldið í veislusal Laugardalshallarinnar (sama stað og venjulega).
Jólakaffið hefst kl. 15:00, fljótlega eftir að jólabingói félagsins lýkur.

Við hvetjum alla félagsmenn og iðkendur til að mæta.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 1 of 10 12345...»