Archive for Fréttir

Skráningar á námskeið fyrir vor-önn 2019.

Sæl öll,

-Skráningar á námskeið fyrir vor-önn eru byrjaðar!   

https://ifsport.felog.is/

-Öllum sem vantar aðstoð eða hjálp geta haft samband við skrifstofuna eða sent email og við munum hafa samband og hjálpa fólki í gegnum skráningaferlið. 
Skrifstofa sími: 555-0066 / darri@ospin.is eða ospin@simnet.is

Skráningarkerfi Aspar – Nóri

Skráningar í gegnum Nóri skráningarkerfið:
•        Allir iðkendur / þátttakendur verða að vera skráðir í skráningarkerfi Nórans í gegnum Öspina héðan í frá svo þeir séu taldir formlega skráðir í viðkomandi grein/námskeið. 

•        Inní Nóra-kerfinu fara fram skráningar á öllum helstu upplýsingum allra iðkanda og forráðamanna þeirra, skráningar í greinar/námskeið, ásamt greiðslu æfingagjalda eða ráðstöfun á frístundastyrk viðkomandi sveitafélags.

•        https://ifsport.felog.is/  er slóðin til þess að komast inn í skráningu og greiðslu æfingagjalda. 

Ef nýta á frístundastyrk sveitafélags er skilyrði að notast við íslykil eða rafrænt auðkenni við innskráningu á einstakling sem er yngri en 18 ára.
Ef viðkomandi ætlar að nota frístundastyrk þarf hann að byrja á því að fá sér íslykil eða rafrænt auðkenni. 
Hægt að nálgast hann hér: https://www.island.is/islykill/

Bestu Kveðjur,

Darri McMahon

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Rukkun á félagsgjaldi Aspar.

Þann 11.des sendi Öspin út kröfur á heimabanka fólks fyrir félagsgjöldum (3000kr) árið 2018.
Undanfarin ár hefur verið rukkað félagsgjöld í september hjá félaginu enn í ár var beðið með það þar til í desember svo fólk gæti klárað greiðslur á æfingagjöldum fyrir önnina og þetta væri ekki að valda misskilningi.

Með fyrirvara:

– Það má vera að einhverjir aðilar hafi fengið sent kröfu í heimabanka sem ekki eru félagsmenn enþá eða eru lengur að æfa hjá félaginu.

– Þeir sem hafa fengið kröfu í heimabanka en eru ekki félagsmenn gera eftirfarandi…

1.) Senda email um að við eigum að fella niður kröfu. ospin@simnet.is & darri@ospin.is
2.) Hringja niðrá skrifstofu og láta vita að fella niður kröfu. 555-0066

– Ekki þarf að hafa áhyggjur að dráttavextir eða gjöld falli á kröfu ef hún er ekki greidd á réttum tíma þótt hún sé í heimabanka.

Bkv,
Stjórn Aspar.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Jólakaffi Aspar – Sunnudaginn 9.des kl.15

Jólakaffi Aspar verður haldið sunnudaginn 9.des kl.15-17 í Laugardalshöll (sama sal og alltaf á efri hæð).

Dagskrá verður með svipuðum hætti og undanfarin ár.

Verðlaunaafhending deilda/greina mun ekki fara fram á Jólakaffinu eins og undanfarin ár heldur fer hún fram beint eftir keppni í hverri deild/grein fyrir sig.

  • Kaffi & kökur
  • Lifandi tónlist (trúbador)
  • Almenn gleði

Dagsetning félagsmóta allra deilda Aspar:

Skautar:  16.des kl.17 (Egilshöll)

Fótbolti: 10.des kl.18-21 (Safamýri)

Nútíma-fimleikar: 10.des kl.16.30 (Klettaskóli)

Sund: 19.des kl.17-18 (Lágafellslaug)

Boccia: 8.des kl.10.30 (Klettaskóli)

Keila: 4.des kl.17-19 (Egilshöll)

Frjálsar: 13.des kl.17.30 (Laugardalshöll)

 

Bestu Kveðjur,

Stjórn Aspar

 

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 1 of 10 12345...»