Lýsing:
Listhlaup á skautum er einstaklingsíþrótt sem hefur verið stunduð af Special Olympics hópum síðan 2005 með mjög góðum árangri. Skautaíþróttin eflir þrótt, styrk, jafnvægi og samhæfingu ásamt því að bæta líkamsvitund og túlkun tónlistar. Reyndir þjálfarar sem sérhæfa sig í þjálfun einstaklinga með sérþarfir bjóða upp á metnaðarfullar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir einstaklinga frá 6 ára aldri.

Flokkar:

Skautaskóli: Yngstu iðkendurnir (takmarkað pláss)
Level 1: Eldri iðkendur sem staddir eru á level 1
Level 2: Eldri iðkendur sem lokið hafa level 1 og eru staddir í levelum 2-4

Æfingakerfi:
Kennt er eftir alþjóðlegum áfangamarkmiðum Special Olympics hreyfingarinnar þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi.

Staðsetning:
Skautahöllin í Egilshöll

Æfingatímar:
Skautaskóli    Mán kl. 17:00 – 18:15

  • Upphitun – kl. 17:00-17:15
  • Æfing á ís – kl. 17:20-17:55
  • Teygjur/stjörnustund: kl. 18:00-18:15

Level 1 og 2+    Sun kl. 17:15-19:10

  • Upphitun – kl. 17:15-17:50
  • Æfing á ís – kl. 18:00-18:45
  • Teygjur/stjörnustund: kl. 18:50-19:10

Level 2+    Miðvikudagar kl. 18:30-20:30

  • Upphitun – kl. 18:30-19:05
  • Æfing á ís – kl. 19:15-20:05
  • Teygjur/stjörnustund – kl. 20:10-20:30

Ath! Öllum iðkendum sem lokið hafa level 1 býðst að æfa tvisvar í viku þ.e. miðvikudaga og sunnudaga.

Útbúnaður:
Skautar: Við hvetjum alla til þess að koma með eigin skauta en hægt er að fá lánaða skauta hjá Skautahöllinni án endurgjalds.
Fatnaður: Mikilvægt er að koma í teygjanlegum en hlýjum fatnaði sem hindrar ekki hreyfingar. Fingravettlingar eru nauðsynlegir.
Hjálmur: Notkun hjálma er nauðsynleg öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á ísnum. Skautahöllin lánar hjálma án endurgjalds.

Yfirþjálfari:
Helga Kr. Olsen
Netfang: olsen.helga@gmail.com
Sími: 698-0899