Vormót Aspar í sundi fer fram þann 7. maí í Laugardalslaug

Boðið til þátttöku er öllum fötluðum sundmönnum landsins og er úrval sundgreina umtalsvert en mest er þó hægt að keppa í 5 greinum hver.

Þetta er eitt vinsælasta mót ársins enda stórskemmtilegt og glæsilegt mót.
Allir fá verðlaun, gull, silfur og brons eru veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum riðli og eru veitt verðlaun fyrir 5.-8. sæti líka sem og þátttökuverðlaun fyrir þá sundmenn sem taka þátt í 25m sundinu.

Sjoppa verður á staðnum þar sem m.a. verða seldar samlokur og vöfflur með sultu og rjóma

Upphitun byrjar 12:15 og eru áætluð mótslok um kl 17.

Hvetjum alla til að koma og hvetja sundfólkið okkar áfram og í leiðinni skemmta sér og öðrum.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) ↓