Archive for Fréttir

Skráningar á námskeið fyrir vor-önn 2019.

Sæl öll,

-Skráningar á námskeið fyrir vor-önn eru byrjaðar!   

https://ifsport.felog.is/

-Öllum sem vantar aðstoð eða hjálp geta haft samband við skrifstofuna eða sent email og við munum hafa samband og hjálpa fólki í gegnum skráningaferlið. 
Skrifstofa sími: 555-0066 / darri@ospin.is eða ospin@simnet.is

Skráningarkerfi Aspar – Nóri

Skráningar í gegnum Nóri skráningarkerfið:
•        Allir iðkendur / þátttakendur verða að vera skráðir í skráningarkerfi Nórans í gegnum Öspina héðan í frá svo þeir séu taldir formlega skráðir í viðkomandi grein/námskeið. 

•        Inní Nóra-kerfinu fara fram skráningar á öllum helstu upplýsingum allra iðkanda og forráðamanna þeirra, skráningar í greinar/námskeið, ásamt greiðslu æfingagjalda eða ráðstöfun á frístundastyrk viðkomandi sveitafélags.

•        https://ifsport.felog.is/  er slóðin til þess að komast inn í skráningu og greiðslu æfingagjalda. 

Ef nýta á frístundastyrk sveitafélags er skilyrði að notast við íslykil eða rafrænt auðkenni við innskráningu á einstakling sem er yngri en 18 ára.
Ef viðkomandi ætlar að nota frístundastyrk þarf hann að byrja á því að fá sér íslykil eða rafrænt auðkenni. 
Hægt að nálgast hann hér: https://www.island.is/islykill/

Bestu Kveðjur,

Darri McMahon

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Rukkun á félagsgjaldi Aspar.

Þann 11.des sendi Öspin út kröfur á heimabanka fólks fyrir félagsgjöldum (3000kr) árið 2018.
Undanfarin ár hefur verið rukkað félagsgjöld í september hjá félaginu enn í ár var beðið með það þar til í desember svo fólk gæti klárað greiðslur á æfingagjöldum fyrir önnina og þetta væri ekki að valda misskilningi.

Með fyrirvara:

– Það má vera að einhverjir aðilar hafi fengið sent kröfu í heimabanka sem ekki eru félagsmenn enþá eða eru lengur að æfa hjá félaginu.

– Þeir sem hafa fengið kröfu í heimabanka en eru ekki félagsmenn gera eftirfarandi…

1.) Senda email um að við eigum að fella niður kröfu. ospin@simnet.is & darri@ospin.is
2.) Hringja niðrá skrifstofu og láta vita að fella niður kröfu. 555-0066

– Ekki þarf að hafa áhyggjur að dráttavextir eða gjöld falli á kröfu ef hún er ekki greidd á réttum tíma þótt hún sé í heimabanka.

Bkv,
Stjórn Aspar.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Jólakaffi Aspar – Sunnudaginn 9.des kl.15

Jólakaffi Aspar verður haldið sunnudaginn 9.des kl.15-17 í Laugardalshöll (sama sal og alltaf á efri hæð).

Dagskrá verður með svipuðum hætti og undanfarin ár.

Verðlaunaafhending deilda/greina mun ekki fara fram á Jólakaffinu eins og undanfarin ár heldur fer hún fram beint eftir keppni í hverri deild/grein fyrir sig.

  • Kaffi & kökur
  • Lifandi tónlist (trúbador)
  • Almenn gleði

Dagsetning félagsmóta allra deilda Aspar:

Skautar:  16.des kl.17 (Egilshöll)

Fótbolti: 10.des kl.18-21 (Safamýri)

Nútíma-fimleikar: 10.des kl.16.30 (Klettaskóli)

Sund: 19.des kl.17-18 (Lágafellslaug)

Boccia: 8.des kl.10.30 (Klettaskóli)

Keila: 4.des kl.17-19 (Egilshöll)

Frjálsar: 13.des kl.17.30 (Laugardalshöll)

 

Bestu Kveðjur,

Stjórn Aspar

 

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Auka Aðalfundur Aspar fim 22.nóv.

Félagsmenn Aspar,

Íþróttafélagið Ösp mun boða til auka aðalfundar félagsins, fimmtudaginn 22. nóvember kl.18.30.

Fundurinn mun fara fram í sal Öryrkjabandalagsins við Sigtún 42 sem er sama bygging og félagið hefur skrifstofu.

Eina málefni á dagskrá á þessum auka-aðalfundi er að fara yfir ársskýrslu félagsins þar sem hún var ekki tilbúin á síðasta aðalfundi félagsins.

Bkv, Stjórn Aspar.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Sundþjálfari óskast

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir sundþjálfara til að þjálfa sundhóp Aspar, 15 ára og eldri. Verkefnið er spennandi og skemmtilegt, getur skapað tækifæri til ferðalaga og veitt mikilvæga og góða reynslu á þjálfaraferlinum.

Íþróttafélagið Ösp starfar með það að markmiði að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem ekki finna sér farveg innan almennra íþróttafélaga og innan félagsins eruð iðkendur með mismunandi fötlun og sérþarfir.

Þjálfun fer fram í Laugardalslaug á eftirtöldum tímum:

Mánudaga kl. 16:30-18:00
Þriðjudaga. kl. 16:30 – 18:00
Miðvikudaga kl. 18:30-20:00
Fimmtudaga. kl.16:30 – 18:00
Föstudaga kl.16:00-17:30
Laugardaga kl. 10:15-11:45

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson formaður.
Netfang olliks@simnet.is
Sími 899-8164

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 2 of 11 12345...»