Archive for Fréttir

Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta

Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll.

Á mótinu kepptu 12 fótboltalið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Mótið hófst á því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, bauð gesti velkomna og setti mótið. Áður en hann gerði það gekk hann ásamt Daða, fulltrúa lögreglunnar, inn í salinn með kyndil leikanna.

Fjölnir vann riðil 1 á markatölu, en gat ekki unnið til verðlauna á mótinu. Ösp taldist því sigurvegari riðilsins og var Fjölnir valið prúðasta liðið þar og hlaut með því háttvísisverðlaun KSÍ.

Mön vann riðil 2 og þar voru Færeyingar valdir prúðastir og hlutu háttvísisverðlaun KSÍ.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða úrslit riðlanna tveggja:

Riðill 1

Riðill 2

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Fótbolti án aðgreiningar – Alþjóðlegt knattspyrnumót 16. september

Þann 16. september n.k. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions en keppendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnusamband Íslands stýra undirbúningi og skipulagi mótsins í samstarfi við ÍF og Special Olympics á Íslandi. Þetta er fyrsta alþjóðlega knattspyrnumót fatlaðra og ófatlaðra sem haldið er hér á landi.

Hingað til lands koma þrjú erlend lið, tvö frá Færeyjum og eitt frá Eyjunni Mön. Íslensku félögin sem taka þátt í mótinu eru félögin Ösp, Nes, Suðri, FC Sækó og þá mun 4. flokkur Fjölnis vera sérstakt gestalið á mótinu.

Mótið hefst kl. 10:00 þar sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun sjá um setningu mótsins. Keppni hefst svo kl. 10:30 en keppt verður í tveimur sex liða riðlum, tveimur styrkleikaflokkum. Leikið er í 5 manna bolta. Leiki og tímasetningar er að finna hér að neðan.

Íþróttafélagið Ösp, ÍF og KSÍ vilja hvetja alla sem áhuga hafa á knattspyrnu að mæta og styðja við bakið á keppendum á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Aðgangur er ókeypis og er þetta því tilvalið tækifæri til að berja þessar knattspyrnustjörnur augum.

Umferð Lið 1 Lið 2 Dagur Tími
Riðill 1 1 Ösp Færeyjar 16.9.2017 10:30
Riðill 1 1 Ösp 2 Nes 16.9.2017 10:30
Riðill 1 1 Fjölnir FC Sækó 16.9.2017 10:30
Riðill 2 1 Ösp Færeyjar 16.9.2017 10:55
Riðill 2 1 Mön Nes 16.9.2017 10:55
Riðill 2 1 Suðri FC Sækó 16.9.2017 10:55
Riðill 1 2 Ösp Ösp 2 16.9.2017 11:15
Riðill 1 2 Nes Fjölnir 16.9.2017 11:15
Riðill 1 2 Færeyjar FC Sækó 16.9.2017 11:15
Riðill 2 2 Ösp Mön 16.9.2017 11:40
Riðill 2 2 Nes Suðri 16.9.2017 11:40
Riðill 2 2 Færeyjar FC Sækó 16.9.2017 11:40
Riðill 1 3 Fjölnir Ösp 16.9.2017 12:00
Riðill 1 3 FC Sækó Nes 16.9.2017 12:00
Riðill 1 3 Ösp 2 Færeyjar 16.9.2017 12:00
Riðill 2 3 Suðri Ösp 16.9.2017 12:25
Riðill 2 3 FC Sækó Nes 16.9.2017 12:25
Riðill 2 3 Mön Færeyjar 16.9.2017 12:25
Riðill 1 4 Ösp 2 Fjölnir 16.9.2017 13:00
Riðill 1 4 Ösp FC Sækó 16.9.2017 13:00
Riðill 1 4 Færeyjar Nes 16.9.2017 13:00
Riðill 2 4 Mön Suðri 16.9.2017 13:25
Riðill 2 4 Ösp FC Sækó 16.9.2017 13:25
Riðill 2 4 Færeyjar Nes 16.9.2017 13:25
Riðill 1 5 Nes Ösp 16.9.2017 13:45
Riðill 1 5 Fjölnir Færeyjar 16.9.2017 13:45
Riðill 1 5 FC Sækó Ösp 2 16.9.2017 13:45
Riðill 2 5 Nes Ösp 16.9.2017 14:05
Riðill 2 5 Suðri Færeyjar 16.9.2017 14:05
Riðill 2 5 FC Sækó Mön 16.9.2017 14:05

 

Verðlaunaafhending kl. 15:00.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Skráning fyrir æfingar haustið 2017

Allt starf hjá Öspinni hefst með hefðbundnum hætti vikuna 3 – 9. september n.k.

Upplýsingar varðandi æfingatíma koma inn á heimasíðu félagsins í næstu viku þar sem síðustu upplýsingarnar eru að skila sér inn varðandi nokkrar greinar.

Vegna óvissu og tafa með aðstöðu í Klettaskóla, vegna framkvæmda bæði á íþróttasal og sundlaug, hefur ekki verið hægt að plana okkar starf eins og áætlað var.  Lítilsháttar breytingar varðandi æfingar og aðstöðu í sumum greinum hafa því verið gerðar með stuttum fyrirvara.

Hér fyrir neðan er linkur í skráningarblað fyrir haustið 2017 og við hvetjum alla til að kynna sér þær upplýsingar sem því fylgja og senda inn æfingaáætlun á ospin@ospin.is sem allra fyrst.

Hlökkum til að eiga góðan vetur með ykkur!

 

Skráningarblað fyrir æfingar haust 2017

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Fótbolti og frjálsar íþróttir í sumar

Í sumar verður boðið upp á æfingar í fótbolta og frjálsum íþróttum á eftirfarandi dögum:

 

Frjálsar íþróttir

Æfingatími í sumar:

Fimmtudagur kl.18-19 (Laugardalsvöllur, hlaupabraut)
Laugardagur kl.11-12 (Laugardalsvöllur, hlaupabraut)

* Ef æfing á Laugardalsvelli fellur niður færist æfingin yfir á opna grassvæðið sem er við hliðina á Laugardalsvelli

Æfingar í frjálsum fara í pásu eftir Íslandsmót en mótið fer fram á Selfossvelli dagana 8.-9. júlí 2017 en byrja svo aftur í byrjun september.

Upplýsingar veitir þjálfari: Guðmundur Hafliðason – gsm: 774-5504

 

Fótbolti

Æfingatími í sumar:

Mánudagur kl.18.30-20  (Safamýri, gervigras)
Miðvikudagur kl.18.30-20 (Safamýri, gervigras)
Fimmtudagur kl.18.30-20 (Safamýri, gervigras)

Upplýsingar veitir þjálfari: Darri McMahon – gsm: 867-8049 / darri@ospin.is

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 3 of 11 12345...»