Archive for Fréttir

Jólabingó Asparinnar Laugardaginn 3. Desember kl. 15:00

Glæsilegir vinningar meðal annars flugmiðar til Evrópu með Icelandair, ævintýraferðir um Ísland, gistingar, gjafakörfur, dekur og margt fleira

Jólabingó Asparinnar í ár er haldið til styrktar Special Olympics keppendum skautadeildarinnar og fer fram í Hólabrekkuskóla í Breiðholti, laugardaginn 3. desember kl. 15:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

jolabingo_skautadeildar_2016

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Paralympic Dagur hjá Íþróttasambandi Fatlaðra

Þann 22. október nk. stendur Íþróttasamband fatlaðra fyrir svokölluðum Parlympic-degi. Paralympic-Dagurinn er kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Þetta er í annað sinn sem ÍF heldur slíkan dag sem í fyrra heppnaðist einkar vel.

Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér íþróttaflóruna. Hægt verður að kynna sér boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar, lyftingar, sund, hjólastólakörfubolti og margt margt fleira.

Smelltu hér til að skoða dagskrána.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Fréttaskot – Febrúar / Mars 2016

 • Íslandsmótið í Boccia og sundi fór fram helgina 12. og 13. mars það voru 40 keppendur úr Ösp sem tóku þátt í þessu móti. Keppendur stóðu sig mjög vel og voru félaginu til sóma
 • Allir þjálfarar Aspar fóru á skyndihjálpar námskeið, sen haldið var af Íþróttabandalagi Reykjavíkur í íþróttamiðstöðinni í Laugardal kennarar komu frá  Rauða Krossi Íslands í Laugardal og tókst það í allastaði vel og erum við þakklát ÍBR fyrir þetta þarfa framtak.

 

Hægt að nálgast fréttabréf hér með myndum

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Olli okkar sæmdur Fálkaorðu

10373971_715491838552656_6197575529899729700_nÓlaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands sæmdi í dag ell­efu Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum.

Þau sem orðuna fengu í dag eru, í staf­rófs­röð:

 1. Björgólf­ur Jó­hanns­son for­stjóri, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til þró­un­ar ís­lensks at­vinnu­lífs
 2. Elísa­bet Ronalds­dótt­ir kvik­mynda­gerðarmaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar kvik­mynda­gerðar
 3. Geir­mund­ur Val­týs­son tón­list­armaður, Sauðár­króki, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og heima­byggðar
 4. Guðrún Ása Gríms­dótt­ir rann­sókn­ar­pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra fræða og menn­ing­ar
 5. Helga Guðrún Guðjóns­dótt­ir fyrr­ver­andi formaður UMFÍ, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu­störf á vett­vangi íþrótta og æsku­lýðsstarfs
 6. Hjör­leif­ur Gutt­orms­son fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til um­hverf­is­vernd­ar og nátt­úru­fræðslu og störf í op­in­bera þágu
 7. Hrafn­hild­ur Schram list­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu ís­lenskr­ar mynd­list­ar
 8. Hörður Krist­ins­son grasa­fræðing­ur, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir og kynn­ingu á ís­lensk­um gróðri
 9. Ólaf­ur Ólafs­son formaður Asp­ar, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf að íþrótta­mál­um fatlaðra
 10. Stein­unn Kristjáns­dótt­ir pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á sviði ís­lenskr­ar sögu og forn­leifa
 11. Yrsa Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta

Til hamingu Olli og Kittý

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Nýir tímar – Skautadeild

Sæl öll,

Nú höfum við fengið nýjan og betri tíma á sunnudögum fyrir æfingarnar okkar.

Margir af okkar iðkendum hafa átt erfitt með að nýta sunnudagasmorgnanna til æfinga og því fengum við þessar breytingar í gegn. Nú vonumst við til þess að allir okkar iðkendur geti verið með okkur alla sunnudaga eins og undanfarin ár.

Breytingarnar taka strax gildi þ.e. sunnudaginn 18. október

Sunnudagur
kl.17:45-18:05 Upphitun
kl.18:05-18:15 Klæða sig í skauta
kl.18:15-19:00 Æfing á ís
kl.19:05-19:20 Teygjur

Með kærri kveðju,

Helga Olsen

Helga Kr. Olsen

SO Sport Director – Figure Skating

Head Coach – Ösp

Tel. +354-698-0899

Iceland

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Æfingatafla – Haust 2016

Æfingatafla haust 2016

Sundnámskeið fyrir byrjendur eru í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Háaleitisbraut 11 á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-17:10 fyrir stráka og 17:10-17:50 fyrir stelpur og á föstudögum frá kl 18:30-19:10. Sundæfingar fyrir lengra komna er keppnishópurinn sem æfir í Laugardalslaug. Í þeim hópi eru einnig Garpar (eldri sundmenn), Í Laugardalslaug eru æfingar á mánudögum og þriðjudögum 16:30-18:30, miðvikudögum og fimmtudögum 18:30-20:30, föstudögum 16-18 og laugardögum 8:15-10:15. Æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum eru í 50metra laug, annars er æft í 25 metra laug.

Nútíma Fimleikar (Rhytmic Gymnastics ) Mánudaga 17:00-18:00 í íþróttahúsi Austurbæjarskóla v/Vitastíg.

Fótbolti er á miðvikudögum í íþróttahúsi Breiðholtsskóla frá 19-20:15 og 20:15-21:30. Á mánudögum og fimmtudögum á Framvellinum í Safamýri frá 18:30-20:00.

Stelpufótbolti er á laugardögum kl 12-13 við Stjörnuheimilið í Ásgarði.

Leikir og Dans er á laugardögum kl 14-15 í íþróttahúsi Hlíðarskóla.

Keila er á þriðjudögum frá 17-18 og 18-19 í Keilusalnum í Egilshöll. Mæting kl 16:45 og 17:45.

Frjálsar íþróttir eru æfðar á fimmtudögum kl 19-20 og á laugardögum frá 11-12 í Laugardalshöll.

Þrekæfingar eru í Veggsport í Stórhöfða 17 á mánudögum og miðvikudögum kl 16-18.

Boccia er æft á laugardögum frá 10:30-12 og 12-13:30 í íþróttahúsi Hlíðarskóla.

Kraftlyftingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:30-21 í íþróttahúsi Breiðabliks.

Skautar eru í Skautahöllinni í Laugardal. Æfingar skiptast eftir flokkum. Á þriðjudögum eru yngstu iðkendur að æfa frá 17:10-18:20. Á miðvikudögum eru level 1 og 2+ að æfa frá 17:50-19:40 og á sunnudögum eru level 2+ að æfa frá 17:50-19:40 og pör frá 19:15-20:25.

Áhaldafimleikar eru í Gerplu í Versölum. Upplýsingar gefur Eva Hrund í Gerplu.

Nánari upplýsingar veita:

 • Ólafur Ólafsson formaður Aspar s: 899-8164 eða netfangi ospin@ospin.is
 • Sundnámskeið – Friðrik s:695-9611
 • Keppnishópur og Garpar Laugardal – Friðrik s:695-9611 og Hulda s:822-8304
 • Frjálsar íþróttir – Guðmundur s:774-5504
 • Fótbolti – Darri S:867-8049
 • Nútímafimleikar – Sigurlín s:863-3731 og Eva Hrund s:868-4525
 • Keila Egilshöll – Sigurlín s:863-3731 og Laufey s:892-2888
 • Boccia – Guðrún s:781-5858
 • Þrekæfingar Bergvin S:848-4840
 • Leikir og dans – Fjóla og Guðmundur S:555-0066
 • Skautar – Helga S:698-0899
 • Kraftlyftingar – Þóroddur eða Bergvin s:846-7527
 • Áhaldafimleikar – Eva Hrund í Gerplu s. 868-4525

Allir eru velkomnir á æfingar hjá íþróttafélaginu og eru fyrstu tvær æfingar í hverri grein friar.

Æfingagjöld veturinn 2016-17 eru 4.500,- á mánuði fyrir 1 æfingu í viku, fyrir 2 æfingar í viku 7.000,- fyrir 3 æfingar í viku eða fleiri 9.000,-

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 4 of 11 «...23456...»