Dumfries – Ferðasaga

Föstudagur 10. maí 2013

skautar1 Við byrjuðum á því að hittast á BSÍ kl: 4:10 um morgun og taka flugrútuna saman upp á flugstöð. Allir voru mættir á undan áætlun því að okkur hlakkaði svo mikið til að fara saman í ævintýraferðina okkar til Skotlands. Allur 20 manna Asparmerktihópurinn kom sér svo saman í einni rútu og beið eftir því að komast upp á flugstöð. Þar flýttum við okkur að tékka allann hópinn inn svo við gætum farið upp og fengið okkur gott að borða. Við höfðum verið svo skynsöm og tekið með okkur nesti til að borða í flugstöðinni. Allir fengu samloku, kleinu og djús áður en við fórum upp í flugvélina. Flugið var sko enga stund að líða og þegar við komum til Glasgow þá beið eftir okkur rúta til að keyra okkur þessa 1 ½ klst leið til Dumfries og vorum komin til Dumfries rétt eftir hádegi. Allir drifu sig með töskurnar upp á herbergi og síðan fór allur hópurinn saman út að leita að einhverju að borða. Það var nú ekkert rosalega mikið af stöðum sem hægt var að borða inni eða leyfðu börn inni. Það eina sem sársvangi hópurinn fann var Subway. Við tróðum okkur inn í minnsta Subway-stað sem sennilega er til. Greyið afgreiðslumennirnar voru sveittir við að afgreiða þennan stóra hóp og þegar við gengum út var allt brauð búið hjá þeim og þeir höfðu aldrei afgreitt jafn marga í einu. Því næst fórum við að leita að skautahöllinni. Hún var í ca 30 mínútna göngufjarlægð frá Carrindale hótelinu okkar en Dumfries er svona venjulegur skoskur smábær með litlum búðum og þröngum götum. Dumfries Ice Bowl (Skautasvellið) var rosalega flott og krakkarnir fengu að skoða aðstöðuna og sjá hvar þau þyrftu að bíða og hvernig skautasvellið lá. Þjálfarnir skiluðu inn pappírum og tónlist fyrir hópinn okkar og fékk uppfærða stundatöflu fyrir næsta dag. Eftir að við vorum búin að sjá aðstöðuna fengum við okkur göngutúr heim og versluðum í nestistöskuna okkar, á leiðinni fundum við helling af sætum litlum búðum og ein sem var á stærð við sturtuklefa og hét The Wee Shop. Þegar við komum upp á hótel var kvöldmaturinn okkar tilbúin og fengu allir að velja á milli Spagettís og Fisks í kvöldmatinn. Það voru allir eldsnöggir að borða og skríða upp í rúm enda dagurinn orðin afar langur. Allir fóru svo að sofa kl 20 en þjálfarar og farastjóri funduðu til þess að undirbúa næsta dag.

Laugardagur 11. maí 2013

skautar2Allir fengu hringingu frá hótelinu kl. 6:30 til þess að gera sig tilbúin fyrir morgunmat. Fyrstu keppendurnir okkar áttu að mæta í læknisskoðun kl: 7:45 þannig að Helga og fyrstu þrír keppendurnir okkar þurftu að vera snöggar í morgunmat og drífa sig í læknisskoðunina. Seinni hópurinn fékk svo smá aukastund um morguninn og þurfti ekki að leggja af stað með leigubílum fyrir en 8:50. Fyrir hádegismat fóru allir okkar keppendur í læknisskoðun og fengu metna skerðingu sína og fengu sína fyrstu ísæfinguna í Dumfries. Alls staðar var verið að hrósa okkur fyrir það hversu vel okkar keppendur voru undirbúnir og hversu stundvís við vorum. Asparbúningurinn vakti líka mikla eftirtekt þar sem “The Green Team” var mjög samheldinn hópur. Seinasti hlutinn fyrir hádegismat var svo opnunarhátiðin þar sem okkur keppendur röðuðu sér upp fyrir aftan íslenska fánann. Á opnunarhátíðinni fóru fulltrúar keppenda, dómarar og þjálfara með eið mótsins og var Helga beðin um að fara með eið þjálfaranna.
Við áttum þann keppandi sem opnaði mótið og skautaði Anika Rós Árnadóttir inn á svellið í Asparbúningum eftir hádegismat. Okkar keppendur stóðu sig eins og hetjur í skylduæfingunum og Parið okkar lauk líka frjálsu prógrammi á  laugardeginum. Þegar allir voru búnir að ljúka keppni þá áttu allir frjálsan tíma milli 16 og 18. Flestir notuðu tímann í að fara í sund á hótelinu og slaka á. Helga þjálfari fór að ná í niðurstöðurnar úr skylduæfingunum og fá uppfærða dagskrá fyrir sunnudaginn. Um kvöldið borðuðu allir svo saman og fengu að velja á milli Hamborga (sem flestir voru nú sammála um að væri ekki hamborgari) og pasta. Um kvöldið var svo aftur fundur hjá farastjóra, fylgdarmönnum og þjálfurum þegar allir voru komnir í rúmið um 20.

Sunnudagur 12. maí 2013

skautar4Þennan dag fengu allir hringingu 5:50 til þess að vera komnir niður 6:45 með allan sinn farangur. Hópurinn tróð sér svo inn í 10 leigubíla með allann farangur og hélt niður í Ice Bowl. Fyrstu keppendurnir okkar voru mættir á svellið 7:30 í upphitun og keppnin hófst svo aftur 9:30 og okkar keppendur stóðu sig með sóma. Þegar allir okkar keppendur voru búnir að ljúka keppni komum við saman í stúkunni og hvöttum hina keppendurnar áfram og drukkum heitt kakó. Eftir hádegismatinn horfðum við svo á keppni í ísdans og skautahlaupi. Á verðlaunaafhendingunni  voru veitt verðlaun annars vegar fyrir skylduæfingar og hins vegar fyrir frjálst prógram og því fengum við tvöfalt magn af verðlaunapeningum eða 10 gull, 6 silfur og 4 brons.

skautar3Við gáfum svo dómurum, mótsstjóra og þeim sem höfðum kynnst þarna úti Special Olympics nælu og/eða Asparfána. Rútan kom svo og sótti okkur 16:30 og þá lögðum við aftur á stað til Glasgow. Um kvöldið fórum við út að fagna og borðuðum á ítölskum veitingarstað í Glasgow þar sem við nutum góðra veitinga og samvistar hvort við annað. Allir fengu langþráðan eftirrétt og gos með matnum en alla ferðina hafi verið sælgætis og gos bann.

Mánudagur 13. maí 2013

Þennan dag var frjáls dagur og fóru allir út í nokkrum litlum hópum að skoða umhverfið og versla. Sumir versluðu afar mikið á meðan aðrir skoðuðu umhverfið og keyptu nokkra hluti. Um kvöldið pökkuðu allir svo niður og gerðu sig tilbúin að fara heim daginn eftir.

Þriðjudagur 14. maí 2013

Allir reyndu að vera komnir snemma í morgunmat því að keppendurnir vildu allir fá að fara í Build a Bear áður en þeir færu heim. Klukkan 11:30 kom svo rútan að sækja okkur og keyrði okkur upp á flugvöll. Það tók okkur næstum 2 klst að koma öllum keppendum í gegnum vegabréfaeftirlit og að hliðinu. Kl 15:25 lentum við svo í Keflavík í grænu Asparbúningunum okkar með verðlaunapeningana okkar um hálsinn þar sem Olli tók á móti okkur og gaf þessum stórglæsilega keppnishóp rós.

Keppnin og skipulagið létti öllum lífið og fá Þjálfarnir sérstakt hrós fyrir góða skipulagningu og undirbúning, enda kom það vel í ljós úti í Dumfries hversu góða og skipulagða þjálfara við erum með í skautadeildinni.

skautar1