Reglur um fjáraflanir

Reglur um fjáraflanir Aspar – Fjáröflunarnefnd.

Stjórn Íþróttafélags Aspar skipar sex manna fjáröflunarnefnd.

Hlutverk nefndarinnar er að:

  • Framfylgja stefnu og reglum félagsins um safnanir
  • Kynna reglur félagsins um safnanir á vegum þess
  • Halda skrá um þær safnanir sem fara fram á vegum félagsins og afrakstur
  • Veita deildun félagsins upplýsingar um safnanir sem farið hafa fram og fyrirhugaðar eru á vegum félagsins sé eftir þeim leitað
  • Skipuleggja safnanir á vegum félagsins fyrir komandi tímabil og deila þeim meðal félagsmanna.

Öllum sem hyggst safna á vegum félagsins er skylt að óska eftir leyfi hjá fjáröflunarnefnd og fá samþykki hennar til söfnunarinnar. Fjáröflunarnefnd skal leggja mat á hvaða deildir þurfa að safna og leggja tillögur um slíkt til stjórnar.

Stjórnin samþykkir eftirfarandi reglur sem ráðinu ber að framfylgja:

  1. Ef deild hyggst fara í utanlandsferð eða viðlíka stór verkefni mun stjórn og fjáröflunarnefnd taka á því máli og ákveða fjáröflunarleiðir
  2. Ef deild ætlar að afla fjár með sölu á vöru þarf það að fara í gegnum reikninga félagsins og stjórn félagsins stofnar til reikningsviðskipta við þau fyrirtæki sem vara er keypt frá
  3. Eingöngu stjórn félagsins og fjáröflunarnefndar í umboði stjórnar er heimilt er að afla styrkja hjá fyrirtækjum í nafni félagsins. Öðrum er það óheimilt
  4. Allir peningar sem safnast í fjáröflunum í nafni Íþróttafélagsins Aspar skulu fara inn á bankareikning á nafni og kt. félagsins. Gjaldkeri Aspar sér um að stofna bankareikningana og sendir útskrift af þeim reikningi fjáröflunarnefndar sem stýrir söfnuninni.
  5. Fjáröflunarnefnd skal halda bókhald yfir skiptingu söfnunarfjár milli einstaklinga. Nefndinni ber að veita upplýsingar um skiptingu fjárins ef þess er óskað, af foreldrum eða stjórn Aspar.

Reglur um safnanir á vegum félagsins

  1. Tilgangur safnana í nafni Íþróttafélagsins Aspar skal ávalt vera skýr og söfnunarfé ráðstafað í samræmi við hann
  2. Óheimilt er að safna fé til einkaneyslu í nafni félagsins. Til einkaneyslu telst öll önnur neysla en sem til er stofnað vegna verkefna og viðburða á vegum félagsins og stjórn hefur samþykkt
  3. Foreldraráð og fjáröflunarnefnd félagsins skulu setja reglur um skiptingu söfnunarfjár milli einstaklinga, enda hafi þær verið ræddar og samþykktar af þeim sem að söfnuninni standa, vera í samræmi við reglur félagsins og samþykkt af stjórn Aspar
  4. Hafi einstaklingur safnað fé sem sérstaklega er merkt honum en verður af óviðráðanlegum orsökum að hætta við þátttöku í verkefni sem fénu var ætlað. Skal féð þá sett til hliðar þar til viðkomandi einstaklingur getur nýtt það í ferðum Aspar síðar meir.Ef viðkomandi hættir í félaginu verður féð geymt í þrettán mánuði, og að þeim tíma liðnum rennur það til félagsins
  5. Stjórn Aspar úrskurðar um öll ágreiningsmál sem upp kunna að koma í tengslum við safnanir á vegum félagsins, getur sett nánari reglur um þær og veitt undanþágur ef slíkt telst nauðsynlegt.