Keila

Keila er bæði liðs- og einstaklingsíþrótt sem er tilvalinn fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. Keila eflir jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga. Keila er góð hreyfing og frábær skemmtun. Einnig er Öspin með keppnislið sem það sendir til leiks í utandeildinni að keppa einu sinni í mánuði og er það fyrir iðkendur sem eru lengra komnir.


Æfingar eru í Keiluhöllinni í Egilshöll

  • Þriðjudaga kl.17:00 – 18:00 (fyrri hópur, mæta 16:45)
  • Þriðjudaga kl.18:0-19:00 (seinni hópur, mæta 17:45)
  • Fimmtudaga kl. 17:00-18:00 (Keppnishópur, mæta 16:45)

Ath! Mæting er alltaf 15 mínútur fyrir uppgefinn tíma

Búnaður: Iðkendur fá lánaða skó á staðnum.

 

Vinsamlegast hafið samband við þjálfara keiludeildar áður en nýr iðkandi skráir sig til æfinga.

 

Yfirþjálfari
Laufey Sigurðardóttir
Netfang: keila@ospin.is
Sími: 892-2888

Hérna er myndband sem Magnús Orri (MaggiKlipp) vann fyrir ÍF um keilu og þá sem eru á leiðinni út til Berlín að keppa á Special Olympics 2023