Jafnréttisstefna Aspar

Hér er hægt að sækja jafnréttisstefnu Asparinnar í PDF formi.

Jafnréttisstefna Íþróttafélagsins Aspar.

Einstaklingum líður betur í umhverfi þar sem jafnrétti ríkir. Í samræmi við siðareglur Aspar skuldbindur félagið sig að stuðla að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða félagslegrar stöðu. Öspin leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Öll hegðun sem dregur úr ánægju iðkenda svo sem einelti, ofbeldi eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin innan félagsins.

Reykjavíkurborg leggur áherslu á, í mannréttindastefnu sinni, að allt uppeldis- og tómstundastarf, menntun og fræðsla skuli hafa jafna stöðu kynjanna að leiðarljósi. Styrkja skuli jákvæð samskipti og gagnkvæma virðingu kynjanna í öllu starfi með iðkendum og þau hvött til að rækta hæfileika sína og persónu þroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Öspin skuldbindur sig til vinna gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt.

Í 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 kemur fram að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun þar á meðal í íþrótta- og tómstundastarfi.

Jafnréttisstefna Aspar nær til iðkenda, þjálfara, aðstoðarmanna, sjálfsboðaliða, stjórna og starfsfólks.

Iðkendur.

Íþróttir skipa stóran sess í uppvexti margra barna og stuðla að betri lýðheilsu. Þátttaka í íþróttum stuðlar að sterkari sjálfsmynd, bætir félagsþroska og heilbrigðum lífsstíl sem og almennri vellíðan.

Tímar til æfinga.

Öspin úthlutar jafn mörgum tímum til æfinga til allra kynja sem stunda íþróttina þegar kynin eru aðskilin á æfingum.
Félagið úthlutar tíma í samræmi við aldur þegar litið er til tíma dags. Yngri deild og eldri deild fá úthlutað tíma í samræmi við aldur. Þess er gætt að bæði kyn njóti þess að vera á sambærilegum tíma dags þegar kynin eru aðskilin á æfingum.

Mæling.

Formaður gerir úttekt á tímatöflum í upphafi hverrar annar.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Aðstaða.

Öll kynin njóta sömu eða sambærilegrar aðstöðu og aðbúnaðar við æfingar.

Mæling.

Formaður félagsins gerir úttekt á aðstöðu og aðbúnaði í upphafi hverrar annar.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Fjármagn.

Samræmi sé í fjárveitingum innan Aspar til íþróttagreina eftir kynjum. Málefnaleg rök skulu vera fyrir frávikum og skulu þau heyra til undantekninga. Öspin skuldbindur sig til að vera með framboð sem höfðar til allra kynja.

Mæling.

Gjaldkeri ber saman fjárveitingar til greina og niður á kyn. Upplýsingar eru teknar úr bókhaldi. Formaður skal gera stjórn grein fyrir ef mikil frávik eru í fjárveitingum.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að samanburðurinn sé framkvæmdur.

Umfjöllun.

Þess er gætt að umfjöllun um að öll kynin og íþróttagreinar sé sem jöfnust á vefsíðum félagsins og í öllu efni sem félagið lætur frá sér fara t.d. útgáfu og fréttatilkynningum. Á þetta bæði við um texta og myndefni. Gæta skal líka að íþróttagreinar séu í boði sem höfða bæði til yngri og eldri iðkenda.

Mæling.

Formaður félagsins gerir úttekt á öllu útgefnu efni út frá kyni, íþróttagreinum og aldri. Umfjöllun á vefsíðum(heimasíðu, Istagram, Twitter og Facebook) skal greind einu sinnum á ári og nær úttektin yfir eina viku í hvert sinn.

Ábyrgð.

Stjórni félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Fyrirmyndir.

Þegar iðkendur eru gerðir að fyrirmyndum skulu þær kynntar á ígrundaðan hátt og þess gætt að þær séu af öllum kynjum og endurspegli iðkendahópinn rétt.

Mæling.

Formaður gerir úttekt einu sinni á ári og athugar hverjar áherslur félagsins eru og hvernig og hvort fyrirmyndirnar hafi verið kynntar í hverji íþrótt.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Vinna gegn staðalímyndum.

Öspin vinnur markvisst gegn staðalímyndum með því að leitast við að jafna kynjahlutföll meðal iðkenda hverrar íþróttagreinar fyrir sig. Á þetta við jafnt í starfi sem og allri umfjöllun um starfið. Þá skal gæta vel að í íþróttastarfi Aspar séu staðalímyndir einstaklinga með sérþarfir ekki áberandi.

Mæling.

Formaður gerir stöðumat og vinnur í kjölfarið tillögur að úrbótum ef þurfa þykir.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að stöðumatið sé framkvæmt.

Verðlaun.

Verðlaun til allra kynja og innan allra greina skulu vera sambærileg. Bikarar fyrir árangur og mætingu skulu vera fyrir öll kyn.

Mæling.

Formaður félagins gerir úttekt einu sinni á ári á formlegum verðlaunaafhendingum félagsins.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Afrekssjóðir.

Við úthlutun úr afrekssjóðum eru upphæðir/úthlutun eftir kynjum og aldri sem jöfnust hjá félaginu, sem og aðgengi greina skuli vera sem jafnast.

Mæling.

Gjaldkeri gerir jafnréttisúttekt á upphæðum úr bókhaldi einu sinni á ári.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Þjálfarar.

Allir iðkendur, óháð kyni, eiga rétt á góðum þjálfara sem hæfir getu þeirra og aldri. Nauðsynlegt er að þjálfarar allra kynja séu vel menntaðir og hafi möguleika á að fá hæfa aðstoðarmenn sé þess þörf. Þá er mikilvægt að allir sem koma að starfi Asparinnar séu með gild skyndihjálparpróf.

Laun.

Þjálfarar Aspar njóta sömu launa, óháð kyni, fyrir sömu eða sambærileg störf, sama gildir um aðstoðarmenn.

Mæling.

Gjaldkeri gerir jafnréttisúttekt á launum úr bókhaldi.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Fræðsla/menntun/fyrirlestrar.

Þjálfarar Aspar hafa sömu tækifæri, óháð kyni, til að afla sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi. Öspin skuldbindur sig til að aðstoða þjálfara til náms, það fer þó eftir stöðu félagsins hverju sinni.

Mæling.

Formaður gerir úttekt á menntun þjálfara út frá ráðningasamningum einu sinni á ári.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Stjórnir, ráð og nefndir.

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum Aspar er þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og hlutfallið sé ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða ef þess er kostur. Þetta hlutfall er þó háð því að fleiri séu í framboði en lágmarksfjöldi í stjórnir. Þá ber líka að gæta þess að allar deildir hafi jafn (eða sem jafnast) vægi innan stjórna.

Mæling.

Formaður gerir úttekt á hlutfalli kynja í öllum stjórnum félagsins.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Andlit/málsvari félagsins.

Þess er gætt á opinberum samkomum, í fjölmiðlum og annars staðar að jafnvægi sé á þeirri kynjaímynd sem kemur fram fyrir hönd Aspar.

Mæling.

Formaður gerir úttekt einu sinni á ári eins og með fyrirmyndir.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Starfsfólk félagsins.

Þess sé gætt að kynjahlutfall starfsfólks á skrifstofu og í stjórnum Aspar sé sem jafnast. Þetta er þó háð því að framboð til starfa sé meira en nauðsynlegt er.

Mæling.

Formaður félagsins gerir úttekt á hlutfalli kynja samanber verklag varðandi stjórnir.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Laun.

Þjálfarar, aðstoðarmenn og annað starfsfólk Aspar njóta sömu launa, óháð kyni, fyrir sömu eða sambærileg störf.

Mæling.

Gjaldkeri gerir jafnréttisúttekt á launum úr bókhaldi.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Fræðsla/menntun/fyrirlestrar.

Þjálfarar Aspar hafa sömu tækifæri, óháð kyni, til að afla sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi. Þá ber að gæta að sömu reglur um stöðu gildi innan allra deilda.

Mæling.

Formaður Aspar gerir úttekt á menntun þjálfara út frá ráðningasamningum einu sinni á ári.

Ábyrgð.

Stjórn félagsins ber ábyrgð á að úttektin sé framkvæmd.

Iðkendur, þjálfarar, stjórnir, sjálfboðaliðar og starfsfólk.

Allir félagsmenn Aspar eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu.

Kynferðisleg áreitni, einelti né annað ofbeldi er ekki liðin innan Aspar.

Með kynferðislegri áreitni er átt við kynferðislega hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn á það jafnframt við um klám hvort sem er í myndum eða máli. Klám, í hvaða mynd sem er telst einnig kynferðisleg áreitni.

Með einelti er átt við hvers konar athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.

Félagsmenn bera virðingu fyrir umhverfi sínu og niðurlægjandi myndefni eða klámi í máli eða myndum á ekki heima á svæði félagsins eða í neinu því efni sem er á þess vegum. Þeir sem verða fyrir kynferðislegri áreitni eða einelti eiga að snúa sér til ofbeldisvarnarfulltrúa, stjórnar eða samskiptaráðgjafa Íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hafa þá skyldu að koma málinu í réttan farveg.

Jafnréttisstefna Aspar lögð fram á aðalfundi 14.05.2023