Boccia

Boccia er bæði einstaklings- og liðsíþrótt sem er tilvalinn fyrir iðkendur á öllum aldri með miklar sérþarfir. Boccia eflir styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig mikil félagsleg gildi. Boccia er fjölmennasta íþróttagrein sem stunduð er meðal fatlaðra og eldriborgara hér á landi. Boccia er spilað sem keppnisíþrótt og til skemmtunar um allan heim.

Staðsetning: Klettaskóli

 

Búnaður
Engan nauðsynlegan búnað þarf til iðkunnar í Boccia en félagið hefur afnot á rennum fyrir þá einstaklinga sem eru með mikla sérþarfir og þurfa að nota slíkan búnað.

 

Æfingatímar fyrir vorönn 2024 hafa verið staðfestir og æfingar byrja 4. Janúar 2024

 

Æfingatímar í Klettaskóla

  • Þriðjudaga kl. 17:00-18:30 (hópur 1)
  • Fimmtudaga kl. 17:00-18:30 (hópur 2)

Yfirþjálfari
Andri Bjarnason
Netfang: andrib94@gmail.com
Sími: 869-9987

Hérna er myndband sem Magnús Orri Arnarson (MaggiKlipp) vann fyrir Íþróttasamband Fatlaðra um þá keppendur sem eru á leiðinni á Special Olympics í Berlín 2023 að keppa í  Boccia.