Þjálfarar Boccia

Helga Hákonardóttir

Þjálfari

Helga er skrifstofustjóri Aspar og hefur verið formaður Aspar síðustu 5 ár.

Helga er fyrrverandi yfirþjálfari í sundi en hefur þjálfað sund hjá Öspinni í a.m.k. 5 ár.

Helga er ferðamálafræðingur með táknmálsívafi frá HÍ og dass af fötlunarfræði. Hún er líka með próf á skrifstofubraut.

Helga Rún Hilmarsdóttir

Aðstoðarmanneskja

Hefur alltaf verið mikið í íþróttum, meðal annars fimleikum, Handbolta og fótbolta. Hún æfði handbolta hjá fylkir í 3 ár. Helga stundar nám við Menntaskólann Í Tónlist og fjölbrautaskólans við Ármúla.
Helga byrjaði að hafa áhuga a boccia þegar hún var að fræða sig um Íþróttir og sótti svo um starf hjá öspinni.

 Ísabella Sól Sigurveigardóttir

Aðstoðarmanneskja

Hefur alltaf verið mikið í íþróttum, meðal annars fimleikum, fótbolta og og klettaklifri. Hún æfði og keppti í fótbolta hjá ÍA í 4 ár og æfir kickbox hjá mjölnir eins og stendur. Ísabella stundar nám við fjölbrautaskólann við Ármúla á stúdentar braut og er að stefna á að komast í Háskólann á Akureyri í lögreglu nám.
Ísabella byrjaði að hafa áhuga a boccia þegar hún horfði á afa sinn spila og keppa yfir allt land.