Þjálfarar Boccia

Andri Bjarnason

Yfirþjálfari

Sem barn æfði hann sund, síðar blak og færði sig svo yfir í BootCamp.
Útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 með BSc gráðu í Íþróttafræði. BSc verkefnið mitt http://hdl.handle.net/1946/36304 fjallaði um að hanna þjálfarhandbók í boccia fyrir fatlaða iðkendur. Kynntist íþróttahreyfingu fatlaða árið 2018 í gegnum íþróttafræðinámið. Í byrjun var hann ráðin sem aðstoðar þjálfari í boccia en eftir eitt ár var búin að taka við sem yfirþjálfari.
Starfar hjá Endurhæfingu sem er sérhæfð sjúkraþjálfunarstöð fyrir fjölfatlað fólk.

Helga Hákonardóttir

Þjálfari

Helga er skrifstofustjóri Aspar og hefur verið formaður Aspar síðustu 5 ár.

Helga er fyrrverandi yfirþjálfari í sundi en hefur þjálfað sund hjá Öspinni í a.m.k. 5 ár.

Helga er ferðamálafræðingur með táknmálsívafi frá HÍ og dass af fötlunarfræði. Hún er líka með próf á skrifstofubraut.

Helga Rún Hilmarsdóttir

Aðstoðarmanneskja

Hefur alltaf verið mikið í íþróttum, meðal annars fimleikum, Handbolta og fótbolta. Hún æfði handbolta hjá fylkir í 3 ár. Helga stundar nám við Menntaskólann Í Tónlist og fjölbrautaskólans við Ármúla.
Helga byrjaði að hafa áhuga a boccia þegar hún var að fræða sig um Íþróttir og sótti svo um starf hjá öspinni.

 Ísabella Sól Sigurveigardóttir

Aðstoðarmanneskja

Hefur alltaf verið mikið í íþróttum, meðal annars fimleikum, fótbolta og og klettaklifri. Hún æfði og keppti í fótbolta hjá ÍA í 4 ár og æfir kickbox hjá mjölnir eins og stendur. Ísabella stundar nám við fjölbrautaskólann við Ármúla á stúdentar braut og er að stefna á að komast í Háskólann á Akureyri í lögreglu nám.
Ísabella byrjaði að hafa áhuga a boccia þegar hún horfði á afa sinn spila og keppa yfir allt land.