Skautar

Skautar henta bæði strákum og stelpum frá 5 ára aldri þar sem einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi. Meginmarkmið okkar er að efla þrótt, styrk, jafnvægi og samhæfingu ásamt því að bæta líkamsvitund og túlkun tónlistar í hvetjandi félagsskap þar sem allir fá notið sín.
Kennt er eftir alþjóðlegum áfangamarkmiðum Special Olympics hreyfingarinnar þar sem kappkostað er að bjóða upp á metnaðarfullar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.

 

Aldur: 5 ára og eldri

Staðsetning: Skautahöllin í Egilshöll

Æfingar á vorönn byrja 7. janúar.

Skautaskóli: iðkendur frá 5 ára aldri

Sunnudagur

 • Upphitun – 15:55 – 16:10
 • Æfing á ís – 16:15 – 16:50
 • Stjörnustund og teygjur – 16:55 – 17:10

Grunnhópur iðkendur 10 ára og eldri

Sunnudagar

 • Upphitun – 15:15 – 16:10
 • Æfing á ís – 16:15 – 16:50
 • Stjörnustund og teygjur – 16:55 – 17:10

Framhaldshópur iðkendur 12 ára og eldri (Level 2+ )

Sunnudagar

 • Upphitun – 17:15 – 17:50
 • Æfing á ís – 18:00 – 19:40 (tvöföld)
 • Stjörnustund og treygjur – 19:45 – 20:00

 

Miðvikudagar

 • Upphitun – 18:30 – 19:05
 • Æfing á ís – 19:15 – 20:05
 • Stjörnustund og teygjur – 20:10 – 20:30

Athugið – aðeins á að skrá í framhaldshóp með samþykki yfirþjálfara.

Útbúnaður

Skautar: Við hvetjum alla til þess að koma með eigin skauta en hægt er að fá lánaða skauta hjá Skautahöllinni án endurgjalds.
Fatnaður: Mikilvægt er að koma í teygjanlegum en hlýjum fatnaði sem hindrar ekki hreyfingar. Fingravettlingar eru nauðsynlegir.
Hjálmur: Notkun hjálma er nauðsynleg öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á ísnum. Skautahöllin lánar hjálma án endurgjalds.

Yfirþjálfari
Helga Kr. Olsen
Netfang: olsen.helga@gmail.com
Sími: 698-0899