Borðhokkí

Áætlað er að Íþróttafélagið Ösp hefji æfingar í Borðhokkí eins fljótt og auðið er.  Unnið er að því að finna borðinu varanlega staðsetningu þar sem hægt er að halda æfingar.  Um er að ræða stórskemmtilegan og hraðann leik þar sem leikmenn þurfa að treysta á önnur skynfæri en sjónina því að þessi leikur er ætlaður blindum þó að þeir sjáandi geta einnig spilað með bundið fyrir augun eða með grímu svo að þeir sjá ekki.  Leikurinn er á milli tveggja leikmanna og hvor um sig fær spaða til að slá bolta sem inniheldur smá bjöllu þannig að leikmenn heyra hvar boltinn er hverju sinni.

Nánar um Showdown (Borðhokkí) á Wikipedia

Hægt er að sjá hér myndbrot á Youtube af keppnisleik í Borðhokkí.

 

Ef þú hefur áhuga á að fá að prófa eða æfa Borðhokkí þá vinsamlegast hafðu samband í netfangið bordhokki@ospin.is