Fótbolti

Knattspyrna er liðsíþrótt sem er tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. Knattspyrnuiðkun eflir styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga. Tekið er þátt í mótum bæði hérlendis sem og erlendis. 

 

Staðsetning
Sjálandsskóla, Löngulínu 8 – Garðabæ

 

Búnaður
Nauðsynlegt er að hafa góða skó annað hvort takkaskó eða gervigrasskó þegar æft er úti en hefðbundna innanhússkó þegar æft er inni.

 

Æfingatímar

  • Þriðjudaga (Allir) kl. 16:30 til 17:30
  • Miðvikudaga (Allir) kl.19:00 til 20:00

 

Yfirþjálfari
Brynjar Þór Magnússon
brynjarthorm@gmail.com