Upplýsingar um transbörn í íþróttum

Á Íslandi taka næstum öll börn þátt í íþróttastarfi með íþróttafélagi einhvern tímann á ævinni. ÍSÍ hefur mótað sér stefnu um íþróttir barna og unglinga þar sem meðal annars kemur fram að; Öll börn ættu að eiga þess kost að stunda íþróttir og upplifa þá gleði og ánægju sem af starfinu hlýst; Umhverfið þarf að vera jákvætt og hvetjandi þar sem börnum líður vel og finnst þau velkomin. Fjölbreytileikinn í hópi barna er mikill og eru sífellt nýjar áskoranir að bætast við.

Á síðustu árum hafa fleiri börn, á öllum aldri, verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Þessi bæklingur er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn er leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska.

 

Smelltu hér til að sækja og skoða bæklinginn