Siðareglur Asparinnar

Hérna er hægt að sækja Siðareglur Aspar

Siðareglur Iðkenda

1. Komdu fram af virðingu.

a. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, vaxtalagi stjórnmálaskoðunum,
uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði.
d. Berðu virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, foreldrum/forsjáraðilum, sjálfboðaliðum,
þjálfurum og öðru starfsfólki.
e. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft sem er laust við líkamlegt, andlegt og
kynferðislegt ofbeldi og tilkynna slíkt til ofbeldisvarnarfulltrúa. Allur grunur eða vissa um ofbeldi sé
tilkynnanlegt engu skipti hvort um sé að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi.
f. að þú sýnir dómurum og starfsmönnum leikja og móta virðingu og forðist þrætur eða deilur við
þær. Virða ber allar ákvarðanir sem þeir taka.
g. Að þú mætir á réttum tíma á æfingar, keppnir og anna sem viðkemur félaginu ellegar boði fjarvist
eða seinkun til þjálfara eða viðkomandi aðila. Tími allara er dýrmætur.
h. að þú sýnir alltaf öðrum virðingu og sért heiðalegur og opin ganghvart þjálfurum og starfsfólki
félagsins sem er að gefa af tíma sínum til að auðga æfingar, ferðir og mót.
i. Að þú forðist of náin samskipti við þjálfarinn þinn og virðir hans rétt til einkalífs.

2. Vertu heiðarleg(ur)

a. Farðu eftir reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart
sjálfum þér og öðrum.
b. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi sem er laust við vímuefni og
árangursbætandi lyf.
c. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar
sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
a. Berðu ábyrgð á eigin hegðun.
b. Gerðu þitt besta þannig að þú fáir sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og hafðu það hugfast að þú ert fyrirmynd yngri
iðkenda.
d. Tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
f. að þú gerir þér grein fyrir að þú ert í íþróttum á þínum forsendum og berð sjálfur ábyrgð á þínum
framförum, ekki foreldrar eða þjálfarar.

Siðareglur Þjálfara

1. Komdu fram af virðingu

a. Komdu eins fram við alla iðkendur óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, vaxtalagi,
stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingnum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Berðu virðingu fyrir mótherjum, foreldrum/forsjáraðilum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og
öðru starfsfólki og stuðlaðu að því að iðkendur geri slíkt hið sama.
d. Verðlaunaðu jákvæða hegðun og framkomu og reyndu ávalt að nota sem jákvæðasta hátt við
atferlisbreytingu og aga.
e. Sjáðu ávalt til þess að að iðkandi sé ekki settur í aðstöðu sem er honum ofviða eða ekki við hæfi hans
aldurs, getu, reynslu eða hæfilega.
f. Að þú setjir heilsu iðkenda ávallt í fyrsta sæti og varist að setja iðkendur í aðstöðu sem ógnað gæti
heilbrigði þeirra. Að þú sýnir þeim iðkendum sem hafa orðið fyrir meiðslum skilning, athygli og
umhyggju.
g. Að þú samþykkir aldrei eða viðhafi ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði og tilkynni slíkt til
ofbeldisvarnarfulltrúa. Allur grunur eða vissa um ofbeldi er tilkynnanlegt engu skipti hvort um sé að
ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi.
h. Að þú sé aldrei í kynferðislegu sambandi við iðkanda né beiti hann kynferðislegri áreitni eða sýni
kynferðislega tilburði við hann. Slíkt er lögbrot og er tilkynnt til lögreglu.
i. Að þú taki aldrei að sér akstur iðkenda, hvorki á leiki, æfingar eða mót nema með leyfi
forráða-/tilsjóna- manna.
j. Að þú forðist öll samskipti i gegnum síma og internetið nema til boðunar æfinga og upplýsingagjafar.
Þjálfari ber að forðast að vera í of persónulegum samskiptum við iðkendur.
k. Að þú notfæri aldrei þér aðstöðu þína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.
l. Að þú forðist að koma sér í þá aðstöðu að vera einn með iðkenda nema að um fyrirfram ákveðna
æfingu sé að ræða.

2. Vertu heiðarleg(ur)

a. Farðu eftir reglum íþróttagreinarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu iðkendur til að gera
það líka.
b. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Gættu trúnaðar og sýndu aðgætni við meðferð og vörslu persónuupplýsinga. Undantekningu frá
þagnarskyldu má einungis gera af brýnni nauðsyn og í samræmi við lagaboð.
d. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem
þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
e. Að þú sért meðvituð um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði á æfingum, mótum og í ferðum.

3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar

a. Allir iðkendur eiga skilið að fá athygli og jöfn tækifæri og að komið sé til móts við þeirra þarfir á þeirra
forsendum.
b. Leggðu þig fram þannig að iðkendur fái sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
d. Ýttu undir heilbrigðan lífsstíl með góðu fordæmi.
e. Þú þarft að hafa í huga að þú ert fyrirmynd fyrir iðkendur og ert að byggja þá upp líkamlegan,
félagslega og andlega
f. Að þú leitist til að fá iðkendur og foreldra til að vera með í þeim ákvörðunum sem teknar eru um
iðkendurna. Að þjálfarinn kenni iðkenndunum að taka ábyrgð á eigin hegðun og framförum innan
íþróttarinnar.
g. Að þú forðast ALLT neikvætt tal um mótherja, samherja, dómara, aðra þjálfara eða starfsmenn
félagsins. Hafa ávallt í huga að við erum fyrirmyndir iðkenda.

4. Berðu virðingu fyrir þjálfarastarfinu

a. Gerðu kröfur til þín varðandi málfar, hegðun, stundvísi, undirbúning og kennslu/þjálfun.
b. Að þú sýnir öllum iðkendum umhyggju, jákvæðin, heiðaleika og réttlæti.
c. Að þú sért ávallt að leita eftir samstarfi við aðra þjálfara, sérfræðinga og klúbba á sviði íþróttarinnar til
að þróa og vera upplýstur um þær breytingar sem eru innan íþróttarinnar. Þjálfarinn skal líka vera
meðvitaður um rétt iðkandans til að gera hið sama.

Siðareglur Stjórnarmanna, Starfsmanna og Farastjóra

1. Komdu fram af virðingu

a. Að þú virðir einkunnarorð Asparinnar sem er íþróttafélag án aðgreiningar.
b. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, vaxtalagi,
stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
c. Berðu virðingu fyrir skoðunum annarra.
d. Að þú standir ávallt vörð um anda og gildi félagsins. Að þú sjáir til þess að hver iðkandi fái að njóta sín
sem best og að þú hafir ávallt í huga að í félaginu er verið að byggja upp fólk líkamlega, félagslega og
andlega.

2. Vertu heiðarleg(ur)

a. Farðu eftir reglum íþróttahreyfingarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu félagsmenn til
að gera það líka.
b. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Gættu fyllsta trúnaðar þar sem við á.
d. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem
þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
e. Forðastu eða tilkynntu fjárhagslega og persónulega hagsmunaárekstra. Að þú forðist
hagsmunaárekstra og upplýsir stjórn um þá ef ef þeir eru fyrir hendi eða hætta á þeim.

3. Vertu félagsmönnum góð fyrirmynd

a. Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
b. Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga
fjármálastjórn. Að þú haldir öllum iðkendum/félagsmönnum eins upplýstum og hægt er og þeir séu
gerðir eins miklir þátttakendur í ákvarðandatöku og mögulegt er
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og að allar ákvarðanir séu teknar með hag félagsins í huga.
d. Leggðu metnað í starfið og berðu ábyrgð á eigin hegðun og að þú hafir alltaf lýðræðisleg vinnubrögð í
heiðri og með hag meirihlutans í huga sem og einstaklingsins.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða öðrum hætti.

4. Berðu virðingu fyrir starfsemi félagsins

a. Þekktu lög og reglur félagsins.
b. Stattu vörð um anda og gildi félagsins.
c. Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
d. Sýndu íþróttum virðingu og virtu reglur þeirra, venjur og siði.
e. Sýndu öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki virðingu og stuðlaðu að því
að iðkendur og félagsmenn geri slíkt hið sama.
f. Þér ber skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því
misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.
g. Að þú samþykkir aldrei eða viðhafir ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði og tilkynnir slíkt til
ofbeldisvarnarfulltrúa. Allur grunur eða vissa um ofbeldi sé tilkynnt engu skipti hvort um sé að ræða
líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi.
h. Að þú takir alvarlega þá ábyrgð sem þú hefur gagnvart félaginu og iðkendum.
i. Að þú notfærir þér aldrei stöðu þína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins, félagsmanna
eða iðkenda.
j. Að þú getir tekið og beitt gagnrýni á jákvæðan hátt.

Siðareglur Aðstandenda

1. Að aðstandendur forðist allt neikvætt tal um mótherja, samherja, dómara, þjálfara eða
starfsmenn félagsins og móta. Hafa ávallt í huga að við erum fyrirmyndir iðkenda.
2. Að aðstendur líti á dómara sem leiðbeinendur en gagnrýni ekki ákvarðanir þeirra. Þeirra starf er
að taka ákvarðanir um framistöðu iðkenda.
3. Að viðhafa ávallt jákvæða gagnrýni, sérstaklega þegar á móti blæs.
4. Að styðja alla iðkendur Aspar og hvetja ekki bara þinn iðkenda. Á mótum styðjum við alla
iðkendur ekki bara okkar lið eða okkar iðkenda.
5. Að samþykkja aldrei eða viðhafa ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði og tilkynna slíkt til
ofbeldisvarnarfulltrúa. Allur grunur eða vissa um ofbeldi sé tilkynnt engu skipti hvort um sé að
ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Upplýstu alltaf um stríðni, einelti eða áreitni
6. Að hafa ávallt í huga að iðkandinn er í íþróttum sér til ánægju ekki til að gleðja aðra og það ætti
aldrei að vera þvingað til að mæta á æfingar.
7. Að aðstandendur hvetji börnin þegar vel gengur, kenni þeim að taka ósigri af æðruleysi, taka
sigri hrokalaust og sýna mótherjum kurteisi.
8. Að virða rétt hvers þátttakenda óháð vaxtalagi, kyni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum,
litarhætti og kynhneigð.
9. Að aðstandendi beri virðingu fyrir störfum þjálfara, og reyni ekki að hafa áhrif á hann á meðan á
þjálfun og móti stendur.
10. Að aðstandendi virði einkalíf þjálfara og forðist öll samskipti i gegnum síma og internetið nema
vegna æfinga og upplýsingagjafar. Aðstandandi þarf ekki að vera í persónulegum samskiptum við
þjálfara. Virða ber einkalíf þjálfara.
11. Að aðstandendi læri að meta þátttöku sjálfboðaliða hjá félaginu því að án þeirra væri ekki hægt
að rekja það starf sem Öspin stendur fyrir. Sýndu starfi félagsins virðingu og vertu virkur
þátttakandi.
12. Að aðstandendur reyni að bjóða fram aðstoð sína í verkefni á vegum Asparinnar þegar óskað er
eftir því.
13. Berðu virðingu fyrir réttindum barna, hvert barn er einstakt.
14. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða öðrum hætti, þá skiptir
ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn, iðkendur eða sjálfboðaliða.
15. Þér ber að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því
misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.
16. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar
sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta
hagnast á.
17. Mundu að þjálfarinn þjálfar en foreldrar hvetja.