Siðareglur Iðkenda
1. Komdu fram af virðingu.
a. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, vaxtalagi stjórnmálaskoðunum,
uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði.
d. Berðu virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, foreldrum/forsjáraðilum, sjálfboðaliðum,
þjálfurum og öðru starfsfólki.
e. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft sem er laust við líkamlegt, andlegt og
kynferðislegt ofbeldi og tilkynna slíkt til ofbeldisvarnarfulltrúa. Allur grunur eða vissa um ofbeldi sé
tilkynnanlegt engu skipti hvort um sé að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi.
f. að þú sýnir dómurum og starfsmönnum leikja og móta virðingu og forðist þrætur eða deilur við
þær. Virða ber allar ákvarðanir sem þeir taka.
g. Að þú mætir á réttum tíma á æfingar, keppnir og anna sem viðkemur félaginu ellegar boði fjarvist
eða seinkun til þjálfara eða viðkomandi aðila. Tími allara er dýrmætur.
h. að þú sýnir alltaf öðrum virðingu og sért heiðalegur og opin ganghvart þjálfurum og starfsfólki
félagsins sem er að gefa af tíma sínum til að auðga æfingar, ferðir og mót.
i. Að þú forðist of náin samskipti við þjálfarinn þinn og virðir hans rétt til einkalífs.
2. Vertu heiðarleg(ur)
a. Farðu eftir reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart
sjálfum þér og öðrum.
b. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi sem er laust við vímuefni og
árangursbætandi lyf.
c. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar
sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
a. Berðu ábyrgð á eigin hegðun.
b. Gerðu þitt besta þannig að þú fáir sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og hafðu það hugfast að þú ert fyrirmynd yngri
iðkenda.
d. Tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
f. að þú gerir þér grein fyrir að þú ert í íþróttum á þínum forsendum og berð sjálfur ábyrgð á þínum
framförum, ekki foreldrar eða þjálfarar.