Þjálfarar Skautar

Helga Kristín Olsen

Yfirþjálfari

Helga hefur starfað við skautaþjálfun síðan 1997 og hjá Skautadeild Aspar frá stofnun hennar árið 2011.

Helga er með skautaþjálfaramenntun að 3.stigi og lærði skautaþjálfun hjá Skautasambandi Ísland, NISA og í gegnum samstarfsverkefni ÍSS og ISU.

Helga er auk þess grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur hjá Reykjavíkurborg síðan árið 2005.

Helga er íþróttagreinastjóri SO fyrir skautaíþróttir og hefur þjálfað keppendur Special Olympics á skautum síðan 2004. Hún hefur einnig sinnt fjölmörgum nefndarstörfum fyrir Skautasamband Íslands og er nú formaður fræðslunefndar ÍSS.

Netfang: olsen.helga@gmail.com
Sími: 698-0899

Andri Freyr Magnússon

Þjálfari

Andri byrjaði á skautum 4 ára á Akureyri.  Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí með Skautafélags Akureyrar.  Andri hefur líka þjálfað íshokkí og er með alþjóðleg dómararéttindi IIHF sem aðaldómari.
Andri er einnig mjög lunkinn krullari og hefur farið fyrir hönd íslands á tvö Evrópu mót með landsliðinu í Krullu.
Andri  hóf störf með Öspinni sem þjálfari í byrjun tímabils 2022 og er mjög stoltur af listskauta þjálfara titlinum.

Andri lauk þjálfaranámi ÍSÍ 2002, tók svo námið aftur 2021, hann fékk “Learn to Play” vottun sem leiðbeinandi frá Alþjóða íshokkísambandinu 2015.
Hann hefur lokið námi sem vélstjóri, rafvirki, stúdent, meistari í vélvirkjun og hljóðtækni.
Andri starfar í dag sem Sérfræðingur hjá Velferðarsviði Öryggismiðstöðvarinnar. Þar veitir hann ráðgjöf og selur lausnir að öllu sem snýr að því að bæta lífsgæði og veita tækifæri til aukinnar þátttöku í samfélaginu.

Gabríella Kamí Árnadóttir

Þjálfari

Gabríella hefur æft skauta síðan hún var 5 ára og hjá Öspinni frá 2012. Hún hefur keppt víða erlendis á mótum undir merkjum Aspar bæði sem einstaklingur og í pari.
Gabríella vinnur líka sem aðstoðarmaður í byrjendasundi í Klettaskóla hjá Öspinni. Hún hefur líka verið aðstoðarmaður í fótboltanum hjá Öspinni.
Hún hefur lokið stúdentsprófi af fata og texílbraut FB.

Gabríella hefur lokið stigi 1 og 2 í þjálfaramenntun frá ÍSÍ.

Hún hefur lokið 1. stigi frá ÍSS.

Sigrún Björgvinsdóttir

Þjálfari

Sigrún Björgvinsdóttir skautaþjálfari hjá Öspinni.
Er með þjálfararéttindi 1 frá ÍSÍ og íSS. Ég byrjaði að þjálfa listskauta árið 2009 og hef starfað hjá Öspinni frá því skautadeildin var stofnuð árið 2011.

Sólveig Dröfn Andrésdóttir

Þjálfari

Sólveig hefur starfað við skautaþjálfun síðan 2002 og hjá Skautadeild Aspar frá stofnun hennar árið 2011. Sólveig hefur klárað skautaþjálfaramenntun stig 2 og lærði skautaþjálfun hjá Skautasambandi Ísland, og í gegnum samstarfsverkefni ÍSS og ISU.
Sólveig er auk þess sjúkraþjálfari að mennt og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2010.
Sólveig hefur lokið dómaranámskeiðum þó langt sé síðan hún starfaði sem dómari.
Hún hefur einnig sinnt nefndarstörfum fyrir Skautasamband Íslands og er nú formaður afreksnefndar ÍSS.

Ísold Marín Haraldsdóttir

Aðstoðamanneskja

Ísold hefur stundað skautaíþróttir síðan 2018 og lauk þjálfaramenntun að 1.stigi hjá ÍSÍ árið 2021 og hefur starfað sem aðstoð við þjálfun hjá Skautadeild Aspar síðan þá, en auk þess leggur hún stund á nám við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Nína Margrét Ingimarsdóttir

Aðstoðamanneskja

Nína Margrét æfir skauta og nútímafimleika með Öspinni. Hún byrjaði að æfa skauta 2013 og hefur keppt á mótum víða erlendis m.a. á Special Olympics í Austurríki 2017.
Menntun:
Nína Margrét lauk námi af starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2021.
Hún stundar diplómanám fyrir ungt fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands og útskrifast í júní 2023.
Með skóla starfar hún sem aðstoðarmaður í frístund Mýrarhúsaskóla.