Lýsing:
Knattspyrna er liðsíþrótt sem er tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. Knattspyrnuiðkun eflir styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga. Tekið er þátt í mótum bæði hérlendis sem og erlendis. Æfingum er skipt upp í tvo hópa, byrjendahóp og keppnishóp.

Staðsetning:
Gervigrasið í Safamýri (Framvöllur)

Ath! Æfingar á miðvikudögum færast svo alfarið yfir í Klettaskóla þegar íþróttahúsið er tilbúið til notkunar í október.

Búnaður:
Nauðsynlegt er að hafa góða skó annað hvort takkaskó eða gervigrasskó þegar æft er úti en hefðbundna innanhússkó þegar æft er inni.

Æfingatímar:

  • Mán kl. 18.30-20.00 (keppnishópur)
  • Mið kl. 18.30-20.00 (byrjenda og keppnis)
  • Fim kl. 18.30-20.00 (keppnishópur)

Yfirþjálfari:
Darri McMahon
Netfang: darri@ospin.is
Sími: 867-8049