Lög Asparinnar

Uppfærð lög Aspar sem samþykkt voru á aðalfundi 2023

Lög Íþróttafélagsins Aspar. Kt. 531184-1069

1. Grein.

Félagið heitir Íþróttafélagið Ösp. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. Grein.

Tilgangur og markmið félagsins er að efla hreyfingu og íþróttaiðkun fyrir fólk með sérþarfir sem og aðra félagsmenn, með æfingum, námskeiðum og keppni.

3. Grein.

Félagsmenn geta verið allir sem þess óska og samþykktir eru af stjórn félagsins.

Einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld hafa rétt til setu og atkvæðarétt á aðalfundi.

Hver sá sem hyggst taka þátt í reglubundnum æfingum eða keppa á vegum eða fyrir hönd félagsins verður að vera skráður félagi.

Stjórn félagsins getur umsvifalaust vikið hverjum þeim úr félaginu, sem gerist brotlegur við eftirfarandi:

1. Greiðir ekki tiltekin gjöld félagsins.
2. Gerist brotlegur við almenn hegningarlög.
3. Gerist brotlegur við siðareglur Aspar.
4. Gerist brotlegur við agareglur Aspar.

4. Grein.

Aga- og siðareglur félagsins setur stjórn og eru kynntar á aðalfundi ár hvert. Stjórn Aspar úrskurðar allaf í málum er varðar siða- og aganefndarbrot. Meðferð mála fara eftir verklagsreglum um siða- og agabrot sem stjórn Aspar setur.

5. Grein.

Stjórn félagsins skipa 5 einstaklingar. Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi, auk þess tveir einstaklingar til vara. Formaður og einn meðstjórnanda, skulu kosnir til tveggja ára annað árið og varaformaður og tveir meðstjórnendur til tveggja ára hitt árið. Tveir varamenn skulu kosnir til eins árs (nr 1 og 2, fjöldi atkvæða ræður röð). Kjósa skal bundinni leynilegri kosningu, ef fleiri eru í kjöri en kjósa skal.

Þá skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn varaskoðunarmaður reikninga hvert ár.

Meðstjórnandi er fyrsti varamaður annarra stjórnarmanna. Varaformaður skal sinna störfum formanns í fjarveru hans. Í forföllum aðalmanna taka varastjórnarmenn sæti stjórnarmanna.

Æskilegt er að ekki er að ekki sé fleiri en 3 einstaklingar í stjórn úr hverri íþróttagrein í einu. Stjórnarmenn skulu vera félagsmenn í íþróttafélaginu Ösp.

Aðrir stjórnarmenn en formaður og varaformaður skipta með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund.

6. Grein.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og félagsfunda. Hún ber ábyrgð á eignum þess og kemur fram fyrir hönd félagsins. Stjórnin getur skipað nefndir til að vinna að einstökum málum eftir því sem hún telur þörf á og setur þeim starfsreglur. Stjórninni er heimilt að ráða til sín launað starfsfólk.

7. Grein.

Árgjald félagsmanna skal ákveðið á aðalfundi.

Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið 1. Jan – 31. Des.

8. Grein.

Aðalfund skal halda í maí mánuði ár hvert og til hans boðað með auglýsingu á samfélagsmiðlum og heimasíðu Aspar með a.m.k viku fyrirvara.

Auglýsa skal eftir framboði til stjórnar með 3 vikna fyrirvara með auglýsingu á samfélagsmiðlum og heimasíðu Aspar og skulu framboð berast stjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund.

Málefni sem félagsmenn óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn Aspar minnst þremur vikum fyrir aðalfund.

Á aðalfundi skal kosið milli aðila sem í framboði eru séu fleiri en einn í framboði fyrir hvert sæti.

Kosið skal samkvæmt lögum félagsins.

Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn Aspar sem mættir eru á aðalfund og greitt hafa félagsgjöld ásamt heiðursfélögum og starfsmönnum félagsins.

Aðalfundur er lögmætur hversu margir sem mæta, hafi hann verið boðaður á lögmætan hátt.

Við afgreiðslu almennra mála og í kosningum, ræður einfaldur meirihluti atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra félagsmanna, en til lagabreytinga þarf 2/3 hluta atkvæða sömu félagsmanna.

Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri og má hann ekki eiga sæti í aðalstjórn félagsins.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir a.m.k þessi mál.

1. Fundur settur.
2. Athugað kjörgengi fundarmanna.
3. Lögð fram skýrsla stjórnar.
4. Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar.
5. Kosning í stjórn.
6. Kosnir varamenn.
7. Kosnir skoðunarmenn reikninga.
8. Siða- og aga reglur kynntar.
9. Önnur mál.

Stjórn félagsins undirbýr aðalfund og setur dagskrá.

9. Grein.

Félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur þess þörf, eða skrifleg ósk kemur fram um það frá eigi færri en fjórðungi félagsmanna.

10. Grein.

Félagið skal vera aðili að hluteigandi héraðssambandi, sérsamböndum ef við á og Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands og er skuldbundið af lögum og samþykktum þessara aðila.

11. Grein.

Íþróttafélagið skal standa fyrir íþróttamótum sem hér segir:

A. Nóvember/Desember ár hvert verði haldin mót og/eða sýning í öllum greinum sem félagið leggur stund á.
B. Vormót í öllum greinum á vormánuðum og hvatt til þátttöku annarra félaga. Mótin skulu vera árvissir viðburðir.

12. Grein.

Lögum þessum verður eigi breytt nema á aðalfundi félagsins.

 

Lög lögð fram og samþykkt á aðalfundi 14.05.2023