Fréttatilkynning – Sumarnámskeið

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur mun standa að knattspyrnunámskeiðum fyrir fatlaða og þroskahamlaða krakka/unglinga í sumar.

  • Um er að ræða tvö tveggja vikna námskeið í senn og hefst fyrsta námskeið 3.Júlí og er til 13. Júlí  og hið seinna byrjar 16.Júlí og er til 27.júlí.
  • Hvert námskeið er frá mánudegi til föstudags , helgar ekki meðtaldar.
  • Hvert násmkeið byrjar kl.08.30 á hverjum degi og stendur til kl.12
  • Krakkar eiga að koma með nesti  með sér sem verður snætt í kaffitímanum/pásunni sem tekin er í kringum kl.10

Markmið námskeiðsins eru:

  • Bæta grunntækni í knattspyrnu
  • Stuðla að heilsusamlegri hreyfingu
  • Stuðla að góðum félagsskap
  • Auka áhuga á knattspynu og hreyfingu almennt
  • Stuðla að jákvæðri upplifun af  knattspyrnu  og  hreyfingu
  • Að allir skemmti sér og læri eitthvað

Skráning fer fram á þessu netfangi

Nánari upplýsingar veitir Darri McMahon í síma 8678049 eðaÓlafur Ólafsson formaður. Sími 8998164

Netfang ospin@ospin.is

  • 2 vikna námskeið kostar 15.000kr
  • Hægt  er að taka eina viku geti einstaklingur af einhverjum ástæðum ekki  tekið tvær vikur, þá kostar ein vika 8.000kr
  • Við munum reyna að púsla saman eitthvað sem virkar fyrir fólk ef það er í vandræðum með tímasetningarnar.
  • Hámark 20 einstaklingar á hverju námskeiði…. Miðast við sirka 5 einstaklinga á starfsmann.
  • Endilega vera  óhrædd með fyrirspurnir eða einhverjar sér óskir, við munum reyna að skoða allt sem kemur á borðið hjá okkur.