Skrifað þann 29 apr 14:05
í Fréttir
Laugardagur 4. maí 2013 verður Asparmótið halið í annað sinn. Mótinu er ætlað að veita iðkendum tækifæri á að koma fram þar sem þeir hafa allan ísinn út af fyrir sig og þjálfast enn frekar í framkomu. Allir iðkendur okkar koma fram ýmist með eða án aðstoðar skautaþjálfara og sýna skemmtilegan dans sem inniheldur flestar þær skautaæfingar sem þeir hafa lært í vetur.
Mæting kl. 17:30
Keppendur þurfa að vera mættir tímanlega þe. 45 mín. áður en keppni hefst. Þetta er gert til þess að tryggja að allir keppendur séu tilbúnir þeggar mótið hefst, allir séu búnir að hita upp, séu tilbúnir í keppnisfatnaði og aðlagist breyttum aðstæðum eins og kostur er áður en mótið hefst.
Mótið hefst kl. 18:15
Nánar um mótið ýtið hér