
HSÍ og Íþróttafélagið Ösp kynna með stolti nýtt samstarfsverkefni – handboltaæfingar fyrir börn og ungmenni með fatlanir. Verkefnið felur í sér skipulagðar æfingar einu sinni í viku undir stjórn reynslumikilla þjálfara. Æfingarnar eru ókeypis á þessu kynningarári.
Yfirþjálfari æfinganna verður Sunna Jónsdóttir, þroskaþjálfi og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, sem hefur spilað 99 landsleiki fyrir Ísland og gegnt hlutverki fyrirliða á tveimur stórmótum. Með henni starfa Björn Eiríksson, íþróttakennari í Klettaskóla, og Halldóra Ingvarsdóttir, þroskaþjálfi.
Æfingarnar fara fram í Klettaskóla á miðvikudögum kl. 17:00–18:30, og hefjast 10. september.
Íþróttafélagið Ösp stendur fyrir fjölbreyttum íþróttaæfingum fyrir félagsmenn sína þar sem áhersla er lögð á heilsubót, ánægju og þátttöku í íþróttamótum. Nú bætist handbolti í þann hóp, sem gerir félaginu kleift að bjóða upp á alls ellefu mismunandi íþróttagreinar.
HSÍ er stolt af samstarfinu og hvetur alla áhugasama til að mæta og prófa handbolta á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt.
Nánari upplýsingar: ospin@hsi.is
Lykilupplýsingar
- Staðsetning: Klettaskóli
- Tími: Miðvikudagar kl. 17:00–18:30
- Upphaf: 10. september
- Yfirþjálfari: Sunna Jónsdóttir
- Aðrir þjálfarar: Björn Eiríksson og Halldóra Ingvarsdóttir
- Æfingargjöld: Ókeypis á kynningarárinu
- Hafið samband: ospin@hsi.is