Öspin tilnefnd til Íslensku Lýðheilsuverðlaunanna

Íþróttafélagið Ösp fékk á dögunum tilnefningu til Íslensku Lýðheilsuverðlaunanna.  Íslensku lýðheilsuverðlaunin eru verðlaun sem unnin eru í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Geðhjálp og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Verða þessi verðlaun veitt í fyrsta sinn núna í vor. Óskað var eftir tillögum frá almenningi um hver ætti að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi.  Ánægjulegt var að heyra að Öspin fékk fjölda tilnefninga frá almenningi til þessar verðlauna.

Einsog segir á vef Forseta Íslands : „Íslensku lýðheilsuverðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði.“
Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í hátíðlegri athöfn á Bessastöðum sem sjónvarpað verður á RÚV þann 19. apríl.  Hægt er að lesa nánar um hverjir aðrir hafa verið tilnefndir á vef Forseta Íslands.
Við hjá íþróttafélaginu Ösp erum ólýsanlega þakklát og uppi með okkur með þessa tilnefningu og það verður spennandi að sjá þann 19.apríl hver hlýtur þessi Lýðheilsuverðlaun í ár.