Author: Helgi Páll Þórisson

Skrifstofa Aspar er lokuð í dag, mánudaginn 6. febrúar, og næsta mánudag, 13.febrúar, vegna framkvæmda í húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42. Hægt er að senda fyrirspurnir í netfangið ospin@ospin.is...

Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir þjálfara í Boccia. Ekki er nauðsynlegt að kunna Boccia en það er þó mikill kostur.  Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17-18:30 í íþróttasal Klettaskóla. Áhugasamir hafi samband við Helgu Hákonardóttur, formann Asparinnar, í netfangið formadur@ospin.is eða í síma 6635477....

Nú er loksins komið að því að halda uppá 40 ára afmæli Asparinnar en við ætlum að blása til stórveislu þann 17.september næstkomandi í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2-5, 113 Reykjavík. Afmælisdagskráin er svohljóðandi kl 18:00 - Húsið opnar kl 18:45 - Borin verður fram glæsilegur þriggja rétta kvöldverður. Rjómalöguð...

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir sundþjálfara til að þjálfa sundhóp Aspar, grunnhóp. Verkefnið er spennandi og skemmtilegt og getur veitt mikilvæga og góða reynslu á þjálfaraferlinum. Íþróttafélagið Ösp starfar með það að markmiði að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem ekki finna sér farveg innan almennra íþróttafélaga og...

Við í Skautadeild Aspar óskum eftir öflugum einstakling til þess að ganga til liðs við þjálfarateymi deildarinnar. Skautadeild Aspar sérhæfir sig í þjálfun einstaklinga með  fötlun/sérþarfir þar sem lögð er áhersla á að allir fái notið sín í hvetjandi  námsumhverfi. Unnið er eftir alþjóðlegu áfangakerfi Special...

Skrifstofa Íþróttafélagsins Aspar verður ekki opin á auglýstum tíma, sem er að öllu jafna á mánudögum frá kl.11 til kl.14, næstu 4 til 6 vikurnar.  Áfram verður hægt að senda fyrirspurnir og önnur erindi með tölvupósti á netfangið ospin@ospin.is. Minnum á aðalfund Aspar sem haldin verður...

Fundarboð Aðalfundur Aspar verður haldinn þann 15.maí í sal 2. og 3. (Inngangur A) í Laugardalshöllinni. Fundur hefst kl. 14:00 Venjuleg aðalfundarstörf 1. mál: Kosning fundarstjóra 2. mál: Kosning fundarritara 3. mál: Lögð fram skýrsla stjórnar 4. mál: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 5. mál: Ákvörðun árgjalds 6. mál: Lagabreytingar 7....

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir að ráða fótboltaþjálfara sem allra fyrst.  Um er að ræða æfingar með fjölbreyttum hópi einstaklinga sem hafa mikinn metnað fyrir því að æfa fótbolta hjá félaginu.  Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til formanns Aspar, Helgu Hákonardóttur, í netfangið formadur@ospin.is undir liðnum...

Við minnum iðkendur á að klára skráningu og greiðslu æfingagjalda í viðkomandi deild.  Hægt er að gera það allt rafrænt í gegnum Sportabler hjá Öspinni. Að öðrum kosti verða sendir út gíróseðlar fyrir allir upphæðinni á alla skráða iðkendur sem ekki hafa gengið frá greiðslu...