
Síðustu helgi var haldið vormót ÍSS í listskautum. Þá var einnig var keppt í skautahlaupi. Í fyrsta sinn átti Öspin fulltrúa í Félagalínu ÍSS, Skautahlaupi ÍSS, Listskautar SO og Skautahlaupi SO.
Okkar fólk var því á öllum vígstöðum. Ekki er annað hægt að segja en að hópurinn stóð sig með miklum prýðum. Vel fór um alla á Hótel Kjarnalundi þar sem hver laus mínúta var notuð í samveru. Iðkendur voru duglegir að spila og spjalla saman. Það sem einkennir þennan hóp er hversu góðir liðsfélagar þau eru og snýst ekki allt um hver „lendi“ í 1. 2. eða þriðja sæti, heldur að taka þátt því öll erum við sigurvegarar og geta persónulegir sigrar verið stærri en eitthvað sæti á palli.
Þau eru að sjálfsögðu besta stuðningsliðið fyrir hvort annað og óhætt að segja að hvatningin hafi hljómað vel í Skautahöllinni á Akureyri þegar okkar iðkendur voru á svellinu.
Til hamingju öll.