Skrifað þann 20 okt 20:36
í Fréttir
Samkvæmt tilmælum frá sóttvarnarlækni, ÍSÍ og heilbrigðisráðherra verða engar æfingar leyfðar fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember. Þó svo að hægt sé að halda úti einhverjum æfingum utandyra hjá einhverjum deildum hjá Ösp þá fylgjum við tilmælum og forðumst við hópamyndanir einsog kostur er. Við hvetjum okkar félagsmenn og iðkendur til að gera hvað þeir geta til að halda sér virkum með léttum æfingum heima fyrir eða léttum göngutúrum sé þess kostur. Við munum endurmeta stöðuna næst 3. nóvember eða eftir því sem hlutirnir þróast.
Við erum öll í þessu saman og minnum á mikilvægi þess að þvo sé reglulega um hendur, spritta og nota grímur þar sem til þess er ætlast.
Mynd: FrankundFrei frá Pixabay