Fyrsti keppandinn hjá Ösp í félagalínu ÍSS

Helgina 28. febrúar til 3.mars var brotið blað hjá skautadeild Aspar á vormóti ÍSS sem haldið var á Akureyri.

Þar átti deildin sinn fyrsta keppanda sem keppti í félagalínu ÍSS. Þórunn Emilía Baldursdóttir stóð sig með eindæmum vel og var félagi sínu til mikils sóma. Þórunn hefur verið þjálfari í skautaskóla Aspar síðasta árið.