Nýjir stjórnarmeðlimir kosnir á aðalfundi

Helga Hákonardóttir, formaður Aspar, og Ólafur Ólafsson, yngri.

Í dag var aðalfundur Íþróttafélagsins Aspar og var hann haldinn í Sigtúni 42 kl.13:00.   Ágætis mæting var á fundinn á iðkendum, félagsmönnum og aðstandendum.  Helga Hákonardóttir opnaði fundinn og tilnefndi Hafstein Pálsson sem fundarstjóra sem var samþykkt með lófaklappi.  Við tóku venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.  Ársskýrsla og ársreikningarfélagsins voru samþykktir samhljóma en hægt er að nálgast þá hér að neðan í viðhengi.

Eftir mjög stuttar umræður og yfirferð yfir ársreikninga var farið í kosningar á stjórnarfólki og skoðunarmönnum reikninga.  Samkvæmt þágildandi lögum þurfti að kjósa um varaformann, ritara og einn með stjórnanda.

Helgi Páll Þórisson var einn í framboði til varaformanns og var því sjálfkjörinn.

Eva Willatzen var ein í framboði til ritara og því sjálfkjörin.

Í framboði til eins meðstjórnenda var Hildur Arnarsdóttir og Helga Kristin Olsen.  Eftir fyrstu umferð kosninga var ellefu atkvæði en einungis voru 10 félagsmenn á kjörskrá.  Var því kosið aftur, og þá með alls 10 atkvæðum, og niðurstaðan úr þeirri kosningu var jöfn.  Hafsteinn Pálsson lagði þá til hlutkesti upp á hvor þeirrra hlyti kosningu til meðstjórnenda og var það Helga Kristín Olsen sem vann það hlutkesti og því réttkjörin sem meðstjórnandi.

Varamenn til stjórnar voru kosin þau Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónas Eggertsson.

Skoðunarmenn reikninga voru kosin þau Gunnar Hákonarson, Karlotta Jóna Finnsdóttir og Hanna Rún Ragnarsdóttir til vara.

Undir liðnu önnur mál steig formaðurinn Helga Hákonardóttir í pontu og veitti félagsmönnum viðurkenningar.

Á myndinni hér að ofan er Helga Hákonardóttir að næla silfur merki Aspar í Ólaf Ólafsson, yngri, á aðalfundi Aspar 2025.

Ársreikningur Íþróttafélagsins Aspar 2024

Nýsamþykkt lög Íþróttafélagsins Aspar samþykkt á aðalfundi í dag 18.maí 2025.