Author Archive

Aðalfundur og lokahóf Asparinnar verður sunnudaginn 14. maí

Aðalfundur Asparinnar verður haldinn í veislusal Laugardalshallarinnar sunnudaginn 14. maí n.k.  Fundurinn hefst hefst kl. 15:00

Lokahóf og uppskeruhátíð vetrarstarfsins hefst að aðalfundi loknum eða kl. 16:00. Verðlaunaafhending og hátíðardagskrá í tilefni af 37 ára afmæli Asparinnar. Kaffi, gos og veitingar.

Við hvetjum iðkendur, foreldra og aðra aðstandendur m.a. starfsmenn sambýla, til að mæta og fagna saman árangri vetrarstarfsins.

 

Dagskrá aðalfundar:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • 1. mál: Kosning fundarstjóra
  • 2. mál: Kosning fundarritara
  • 3. mál: Lögð fram skýrsla
  • 4. mál: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  • 5. mál: Ákvörðun árgjalds
  • 6. mál: Kosning stjórnar
  • 7. mál: Lagabreytingar

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Jólabingó Asparinnar Laugardaginn 3. Desember kl. 15:00

Glæsilegir vinningar meðal annars flugmiðar til Evrópu með Icelandair, ævintýraferðir um Ísland, gistingar, gjafakörfur, dekur og margt fleira

Jólabingó Asparinnar í ár er haldið til styrktar Special Olympics keppendum skautadeildarinnar og fer fram í Hólabrekkuskóla í Breiðholti, laugardaginn 3. desember kl. 15:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

jolabingo_skautadeildar_2016

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Paralympic Dagur hjá Íþróttasambandi Fatlaðra

Þann 22. október nk. stendur Íþróttasamband fatlaðra fyrir svokölluðum Parlympic-degi. Paralympic-Dagurinn er kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Þetta er í annað sinn sem ÍF heldur slíkan dag sem í fyrra heppnaðist einkar vel.

Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér íþróttaflóruna. Hægt verður að kynna sér boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar, lyftingar, sund, hjólastólakörfubolti og margt margt fleira.

Smelltu hér til að skoða dagskrána.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 3 of 3 123