Paralympic Dagur hjá Íþróttasambandi Fatlaðra

Þann 22. október nk. stendur Íþróttasamband fatlaðra fyrir svokölluðum Parlympic-degi. Paralympic-Dagurinn er kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Þetta er í annað sinn sem ÍF heldur slíkan dag sem í fyrra heppnaðist einkar vel.

Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér íþróttaflóruna. Hægt verður að kynna sér boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar, lyftingar, sund, hjólastólakörfubolti og margt margt fleira.

Smelltu hér til að skoða dagskrána.