Skrifað þann 08 maí 17:00
í Fréttir
Aðalfundur Asparinnar verður haldinn í veislusal Laugardalshallarinnar sunnudaginn 14. maí n.k. Fundurinn hefst hefst kl. 15:00
Lokahóf og uppskeruhátíð vetrarstarfsins hefst að aðalfundi loknum eða kl. 16:00. Verðlaunaafhending og hátíðardagskrá í tilefni af 37 ára afmæli Asparinnar. Kaffi, gos og veitingar.
Við hvetjum iðkendur, foreldra og aðra aðstandendur m.a. starfsmenn sambýla, til að mæta og fagna saman árangri vetrarstarfsins.
Dagskrá aðalfundar:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- 1. mál: Kosning fundarstjóra
- 2. mál: Kosning fundarritara
- 3. mál: Lögð fram skýrsla
- 4. mál: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- 5. mál: Ákvörðun árgjalds
- 6. mál: Kosning stjórnar
- 7. mál: Lagabreytingar