Starfið í vetur og vor
Nú eru æfingar á fullu í öllum greinum og æft af fullum krafti, jólafrí búið og þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, æft verður á mörgum stöðum í bænum.
Æfingar í Boccia eru í Íþróttahúsi Hlíðarskóla á laugardögum á milli 10:30 -12:00 og 12:00-13:30, Lyftingar, þrekþjálfun og frjálsar íþróttir eru í Lagardalshöllinni. Í Lágafellslaug í Mosfellsbæ er sundnámskeið tvisvar í viku og í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er sundnámskeið tvisvar í viku. Handbolti og Körfubolti er í Íþróttahúsi Hagaskóla. og í Íþróttahúsi Hlíðarskóla er fótbolti, útiæfingar í Fótbolta eru á Framvellinum
og Keilan er í Keiluhöllinni.
Það er mikið búið að vera að gera hjá íþróttafólki Aspar og mikið framundan, núna eru í Suður kóreu þrír keppendur úr skautadeild Aspar á Alþjóðavetrarleikar Special Olympics. Í febrúar fara 15 sundmenn úr Ösp á Malmö Open í Svíþjóð og með þeim fara tveir þjálfarar og margir foreldrar í hópnum er Jón Margeir
Mót sem eru framundan
Febrúar
8-10. Gullmót KR í sundi, 50m (Laugardalslaug)
Mars
9-10. Sambandsþing ÍF, Hótel Saga
Apríl
19-21. Íslandsmót ÍF, Reykjavík – Laugardalur
boccia, sund, frjálsar og lyftingar
Maí
Vormót Aspar í öllum greinum sem æfðar eru hjá félaginu
Sundmótið er 11. Maí í Laugardalslaug
Júní
8. Bikarmót ÍF í sundi, 25m laug – Akureyri
Júlí
28-3. ágúst Norrænt barna- og unglingamót, Danmörk
Ágúst
HM í sundi, Montreal í Kanada
Ýtið hér til að lesa fréttabréfið