Skrifað þann 10 ágú 20:39
í Fréttir
Við í Skautadeild Aspar óskum eftir öflugum einstakling til þess að ganga til liðs við þjálfarateymi deildarinnar.
Skautadeild Aspar sérhæfir sig í þjálfun einstaklinga með fötlun/sérþarfir þar sem lögð er áhersla á að allir fái notið sín í hvetjandi námsumhverfi. Unnið er eftir alþjóðlegu áfangakerfi Special Olympics þar sem iðkendur eru virkir í eigin námsferli og þjálfunaraðferðir eru aðlagaðar þörfum iðkenda.
Skautaþjálfari – hæfnikröfur:
- Hefur lokið að lágmarki þjálfarastig 1 (ÍSÍ og ÍSS)
- Góð samskiptahæfni
- Stundvísi
- Á auðvelt með að vinna með öðrum í teymisvinnu
- Lágmarksaldur 18 ára
- Hreint sakarvottorð
Aðstoð við þjálfun – hæfnikröfur:
- Býr að góðri skautafærni
- Góð samskiptahæfni
- Stundvísi
- Á auðvelt með að vinna með öðrum í teymisvinnu
- Lágmarksaldur 18 ára
- Hreint sakarvottorð
Frekari upplýsingar veitir Helga Olsen, yfirþjálfara Skautadeildar Aspar,
olsen.helga@gmail.com eða í síma 698 0899 (eftir kl.16).