Öspin opnar netverslun!

Íþróttafélagið Ösp hefur nú nýverið opnað netverslun hér á vefnum.  Vöruúrvalið er lítið til að byrja með en hægt er að kaupa boli, handklæði og grímur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að styrkja Öspina með beinum fjárframlögum, s.s. kaupa sýndar-vöru, og velja þá upphæð sem kaupandi vill styrkja félagið. Hægt er að greiða fyrir vörukaupin strax með greiðslukorti (debet eða kredit) í gegnum greiðslusíðu Valitor.  Þegar fram líða stundir mun vöruúrval aukast og mun það vera auglýst sérstaklega.

Endilega kíki í vefverslunina og kaupið stórkostlegar vörur merktar Íþróttafélaginu Ösp.