Íþróttafélagið Ösp leitar eftir aðstoðarþjálfara í nútímafimleikum. Nútímafimleikar eða Rythmic Gymnastics eru frekar ný grein hér á Íslandi. Öspin verið með æfingar í þessari skemmtilegu íþrótt síðastliðin þrjú ár.
Nútíma-fimleikar eða Rythmic Gymnastics er skemmtileg íþrótt sem hentar breiðum hópi þátttakenda. Um er að ræða hreyfingu sem eru blanda af ballet, fimleikum og dansi. Nútíma-fimleikar efla styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig mikil félagsleg gildi. Við æfingar er notast við sérstaka bolta, keilur og litríka borða og fleira. Hægt er að skoða nánar á síðu deildarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur yfirþjálfari í síma 844-0644 og í netfangið siggamarteins98@gmail.com
Endilega komdu og kíktu á æfingar og sjáðu hvort þetta sé ekki eitthvað sem hentar þér. Nútímafimleikar bjóða uppá fullt af frábærum tækifærum og auðvitað að vinna með frábærum hóp iðkenda og yfirþjálfara sem og góðum og styðjandi foreldrahóp.