Skrifað þann 22 maí 11:35
í Fréttir
21. apríl síðastliðinn var samþykkt ný íþróttastefna hjá Reykjavíkurborg til ársins 2030. Þar er lögð mikil áhersla á að flestir borgarbúar á öllum aldri hreyfi sig rösklega í 30 mínútur eða meira 3 sinnum í viku. Lagt er mikil áhersla á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að hreyfa sig og æfa íþróttir í skipulögðu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þar er einnig tiltekið að tryggja að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna.
Hægt er að skoða frétt um þetta hjá ÍSÍ hér.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingabæklinginn hér á vef Asparinnar og á vef ÍSÍ.