Author Archive

Boccia-leikvöll á Klambratún

580772_4341054841276_1408136600_nÓlafur Ólafsson hefur spilað boccia í þrjá áratugi og nú leggur hann til að settur verði upp boccia-völlur á Klambratúni til að hann og fleiri geti stundað þá skemmtilegu íþrótt þar. Kosið verður um þá hugmynd hans og annarra borgarbúa í rafrænum íbúakosningum sem standa yfir fram til 11. apríl.

Þetta kemur fram í frétt frá Reykjavíkurborg.

Ólafur segir að boccia-völlur á Klambratúni geti stuðlað að aukinni útivist eldri borgara við skemmtilegan leik; „Ég hef tekið þátt í því að kynna þennan leik í samstarfi við samtök eldri borgara og það mætti setja upp svona völl á fleiri stöðum en á Klambratúni, t.d. í Laugardal.“

Ólafur segir að boccia sé afar vinsæll leikur erlendis og vaxandi hér á landi. Þannig verði haldið Íslandsmót í boccia í Laugardalshöll dagana 20.-21. apríl þar sem koma saman 250 keppendur alls staðar af landinu. Ólafur Ólafsson hugmyndasmiður verður þar mótstjóri.

Þess má geta að settur hefur verið upp boccia-völlur með gervigrasi í Nauthólsvík og er hann staðsettur við bílastæðin. Boccia er ein fjölmennasta íþróttagreinin sem stunduð er meðal eldri borgara og fatlaðs fólks hér á landi, en íþróttin er rakin allt aftur til forn-Egypta.

Hugmynd Ólafs og aðrar hugmyndir borgarbúa sem kosið verður um í rafrænum íbúakosningum má skoða hér.

Alls eru 229 verkefni í boði – allt að 30 í hverju hverfi.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Alþjóðaleikar SO í Suður-Kóreu

ÍslenSkoreadingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun.

Árangur þeirra var sérlega glæsilegur, Katrín Guðrún Tryggvadóttir  og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni.  Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni.

Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir.  Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna.   Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið  hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics.

FySudur Korea 2013rir leikana bjó hópurinn í  Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana.  Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í  Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni  þegar þau gengu inn í  íslenskum  lopapeysum sem eru gjöf frá  Handprjónasambandinu.

Á opnunarhátíðinni voru m.a. forsetahjón S-Kóreu ásamt mörgum góðum gestum þar á meðal Yu Na Kim (Heims- og Olympíumeistari á skautum) og Aung San Suu Kyi Nobelsverðlaunahafi.
Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi.

Í tengslum við leikana var sett á fót skólaverkefni þátttökulanda.  Hólabrekkuskóli  hefur tekið þátt í verkefninu í haust, aðstoðað  íslensku keppendurna við fjáröflun og fylgst með undirbúningi.  Einnig var sett á fót samstarf við þátttakendur frá Jamaica þar sem nemendur Hólabrekkuskóla gátu stutt við bakið á þeim og fylgst með gangi mála á leikunum.    Lið Jamaica var alsælt með íslenska stuðningsliðið og skólaverkefnið hefur náð því markmiði sem stefnt var að, að efla samskipti fatlaðra og ófatlaðra nemenda innanlands og á milli landa.

Íslenski hópurinn eignaðiðst marga  góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkann bakgrunn og úr ólíkri menningu.  Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi.

Skilaboð íslensku þjálfarana í lok leikanna voru þessi;
Það var yndislegt að fá að upplifa þvílíka vinsemd sem keppendur og þjálfarar sýndur hver öðrum þar sem hvatningarhróp og köll heyrðust úr hverju horni. Mikið væri heimurinn góður ef allir kæmu fram hver við annan eins og tíðkast á Special Olympics.

Nánari upplýsingar og myndir eru á ;    http://www.facebook.com/soiceland.figureskating?fref=ts  þar sem daglega birturst frettir og  myndir af íslenska hópnum.

Úrslit – Einstaklingskeppni   

Level 1
Júlíus Pálsson – 4.sæti

Level 2
Þórdís Erlingsdóttir – 1.sæti
Katrín Guðrún Tryggvadóttir – 2.sæti

Úrslit Parakeppni
Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir 1. sæti

Myndbönd frá Suður-Kóreu: https://www.youtube.com/channel/UCaFiWj52uqWsKZKMdu5yL5A

( Öll keppni er þannig að keppt í skylduæfingum og frjálsum æfingum, samanlagður árangur gildi)

Ljósmyndir/ Tryggvi Agnarsson

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Fréttabréf jan 2013

Starfið í vetur og vor
Nú eru æfingar á fullu í öllum greinum og æft af fullum krafti, jólafrí búið og þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, æft verður á mörgum stöðum í bænum.

Æfingar í Boccia eru í Íþróttahúsi Hlíðarskóla á laugardögum á milli 10:30 -12:00 og 12:00-13:30, Lyftingar, þrekþjálfun og frjálsar íþróttir eru í Lagardalshöllinni. Í Lágafellslaug í Mosfellsbæ er sundnámskeið tvisvar í viku og í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er sundnámskeið tvisvar í viku. Handbolti og Körfubolti er í Íþróttahúsi Hagaskóla. og í Íþróttahúsi Hlíðarskóla er fótbolti, útiæfingar í Fótbolta eru á Framvellinum
og Keilan er í Keiluhöllinni.

Það er mikið búið að vera að gera hjá íþróttafólki Aspar og mikið framundan, núna eru í Suður kóreu þrír keppendur úr skautadeild Aspar á Alþjóðavetrarleikar Special Olympics. Í febrúar fara 15 sundmenn úr Ösp á Malmö Open í Svíþjóð og með þeim fara tveir þjálfarar og margir foreldrar í hópnum er Jón Margeir

Mót sem eru framundan
Febrúar
8-10. Gullmót KR í sundi, 50m (Laugardalslaug)

Mars
9-10. Sambandsþing ÍF, Hótel Saga

Apríl
19-21. Íslandsmót ÍF, Reykjavík – Laugardalur
boccia, sund, frjálsar og lyftingar

Maí
Vormót Aspar í öllum greinum sem æfðar eru hjá félaginu
Sundmótið er 11. Maí í Laugardalslaug

Júní
8. Bikarmót ÍF í sundi, 25m laug – Akureyri

Júlí
28-3. ágúst Norrænt barna- og unglingamót, Danmörk

Ágúst
HM í sundi, Montreal í Kanada

Ýtið  hér til að lesa fréttabréfið

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Jón Margeir íþrótta maður ársinns 2012

Jón Margeir Íþróttamaður ársinns hjá Íþróttasambandi Fatlaðra.

Jón Margeir vann hug og hjörtu landsmanna í sumar þegar hann vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í sumar og setti um leið heimsmet.

Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Minning

Hjördís Magnúsdóttir var jarðsungin  frá Fossvogskapellu

Hjördís var félagi í Íþróttafélaginu Ösp til margara ára og tók þátt í íþróttamótum bæði hér heima og erlendis og keppti bæði í Keilu og Boccía, Hún var sæmd Bronsmerki Aspar á  á sjötugsafmæli hennar 12-04-03. Hjördís var góður félagi og keppnismaður í þeim íþróttagreinum sem hún tók þátt í

Við minnumst hennar með hlýum hug.

félagarnir  í Ösp

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Tónlistar veisla – Fjáröflun

Magni Ásgeirsson
Daddi úr Dalton
Margrét Eir
Stefán Hilmarsson
BUFF og fleiri spila og syngja til styrktar Special Olympics á Íslandi í Úrilla Górillan við Gullinbrú í Gravarvogi (fyrir neðan Nings)

2. nóvember 2013

kl. 20:00 – 23:00

Húsið opnar kl. 19:00

Veislustjóri: Gunnar Helgason
Ath. tilboð á barnum
Verð 2.500,-

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 5 of 7 «...34567