Íþróttafélagið ÖSP

 

 
Síðustu fréttir
Orkan heitir á Öspina með þinni hjálp og þú sparar í leiðinni

Smelltu hér til að sækja um bensínlykil Asparinnar.

Þinn stuðningur skiptir máli!…

Foreldrafundur 20. janúar kl. 18 í sal ÍSÍ í Laugardal

Foreldrafundur verður haldinn í E sal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 18:00 föstudaginn 20. janúar.

Stjórn Aspar hvetur alla foreldra og aðstandendur íþróttafólksins okkar til að mæta og fá innsýn í starf félagsins og upplýsingar um þau skemmtilegu verkefni sem eru framundan hjá hinum einstöku deildum.
Íþróttafélagið Ösp býður upp á eftirfarandi íþróttagreinar: boccia, sund og sundnámskeið skauta, frjálsar íþróttir, fótbolta, nútíma…

Jólabingó Asparinnar Laugardaginn 3. Desember kl. 15:00

Glæsilegir vinningar meðal annars flugmiðar til Evrópu með Icelandair, ævintýraferðir um Ísland, gistingar, gjafakörfur, dekur og margt fleira

Jólabingó Asparinnar í ár er haldið til styrktar Special Olympics keppendum skautadeildarinnar og fer fram í Hólabrekkuskóla í Breiðholti, laugardaginn 3. desember kl. 15:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 …

Paralympic Dagur hjá Íþróttasambandi Fatlaðra

Þann 22. október nk. stendur Íþróttasamband fatlaðra fyrir svokölluðum Parlympic-degi. Paralympic-Dagurinn er kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Þetta er í annað sinn sem ÍF heldur slíkan dag sem í fyrra heppnaðist einkar vel.

Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér íþróttaflóruna. Hægt verður að kynna sér boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar, lyft…

Æfingatafla vetur 2017

Allir eru velkomnir á æfingar hjá Öspinni og eru fyrstu tvær æfingar í hverri grein fríar.

Æfingagjöld veturinn 2017-18 eru 5.000,- á mánuði fyrir 1 æfingu í viku, 7.500,- fyrir 2 æfingar í viku og 10.000,- fyrir 3 æfingar í viku.

Sjá nánari upplýsingar…