Ösp/​Nes fékk silf­ur á Got­hia Cup

  755697Íþrótta­fé­lög­in Ösp og Nes sendu sam­eig­in­legt lið á Got­hia Cup, stóra ung­linga­mótið í knatt­spyrnu sem lauk í Gauta­borg í síðustu viku. Það stóð sig með mikl­um sóma og fékk silf­ur­verðlaun í sín­um flokki á mót­inu eft­ir að hafa unnið sinn riðil og fengið bik­ar fyr­ir það.

Ösp/​Nes keppti í flokki sem var kennd­ur við Kim Källström, þann þekkta sænska knatt­spyrnu­mann. Liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafn­tefli í riðlakeppn­inni, sigraði þá sænsku liðin Johann­es­berg 3:2, Husqvarna 8:3 og Grund­en 7:1 en gerði jafn­tefli við lett­neska liðið Special Olympics Lat­via.

Ösp/755694​Nes og Lett­arn­ir mætt­ust síðan í úr­slita­leik móts­ins og þar hafði lett­neska liðið bet­ur, 2:1.

Mynd­irn­ar hér að ofan voru tekn­ar af leik­mönn­um liðsins á mót­inu og við verðlauna­af­hend­ing­una.

 

 

755695