Olli okkar sæmdur Fálkaorðu

10373971_715491838552656_6197575529899729700_nÓlaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands sæmdi í dag ell­efu Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum.

Þau sem orðuna fengu í dag eru, í staf­rófs­röð:

 1. Björgólf­ur Jó­hanns­son for­stjóri, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til þró­un­ar ís­lensks at­vinnu­lífs
 2. Elísa­bet Ronalds­dótt­ir kvik­mynda­gerðarmaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar kvik­mynda­gerðar
 3. Geir­mund­ur Val­týs­son tón­list­armaður, Sauðár­króki, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og heima­byggðar
 4. Guðrún Ása Gríms­dótt­ir rann­sókn­ar­pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra fræða og menn­ing­ar
 5. Helga Guðrún Guðjóns­dótt­ir fyrr­ver­andi formaður UMFÍ, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu­störf á vett­vangi íþrótta og æsku­lýðsstarfs
 6. Hjör­leif­ur Gutt­orms­son fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til um­hverf­is­vernd­ar og nátt­úru­fræðslu og störf í op­in­bera þágu
 7. Hrafn­hild­ur Schram list­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu ís­lenskr­ar mynd­list­ar
 8. Hörður Krist­ins­son grasa­fræðing­ur, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir og kynn­ingu á ís­lensk­um gróðri
 9. Ólaf­ur Ólafs­son formaður Asp­ar, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf að íþrótta­mál­um fatlaðra
 10. Stein­unn Kristjáns­dótt­ir pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á sviði ís­lenskr­ar sögu og forn­leifa
 11. Yrsa Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta

Til hamingu Olli og Kittý