Skráning fyrir æfingar haustið 2017

Allt starf hjá Öspinni hefst með hefðbundnum hætti vikuna 3 – 9. september n.k.

Upplýsingar varðandi æfingatíma koma inn á heimasíðu félagsins í næstu viku þar sem síðustu upplýsingarnar eru að skila sér inn varðandi nokkrar greinar.

Vegna óvissu og tafa með aðstöðu í Klettaskóla, vegna framkvæmda bæði á íþróttasal og sundlaug, hefur ekki verið hægt að plana okkar starf eins og áætlað var.  Lítilsháttar breytingar varðandi æfingar og aðstöðu í sumum greinum hafa því verið gerðar með stuttum fyrirvara.

Hér fyrir neðan er linkur í skráningarblað fyrir haustið 2017 og við hvetjum alla til að kynna sér þær upplýsingar sem því fylgja og senda inn æfingaáætlun á ospin@ospin.is sem allra fyrst.

Hlökkum til að eiga góðan vetur með ykkur!

 

Skráningarblað fyrir æfingar haust 2017