Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta

Alþjóðaleikar Asparinnar í fótbolta fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll.

Á mótinu kepptu 12 fótboltalið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Mótið hófst á því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, bauð gesti velkomna og setti mótið. Áður en hann gerði það gekk hann ásamt Daða, fulltrúa lögreglunnar, inn í salinn með kyndil leikanna.

Fjölnir vann riðil 1 á markatölu, en gat ekki unnið til verðlauna á mótinu. Ösp taldist því sigurvegari riðilsins og var Fjölnir valið prúðasta liðið þar og hlaut með því háttvísisverðlaun KSÍ.

Mön vann riðil 2 og þar voru Færeyingar valdir prúðastir og hlutu háttvísisverðlaun KSÍ.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða úrslit riðlanna tveggja:

Riðill 1

Riðill 2