Sundþjálfari óskast

Íþróttafélagið Ösp óskar eftir sundþjálfara til að þjálfa sundhóp Aspar, 15 ára og eldri. Verkefnið er spennandi og skemmtilegt, getur skapað tækifæri til ferðalaga og veitt mikilvæga og góða reynslu á þjálfaraferlinum.

Íþróttafélagið Ösp starfar með það að markmiði að skapa tækifæri fyrir einstaklinga sem ekki finna sér farveg innan almennra íþróttafélaga og innan félagsins eruð iðkendur með mismunandi fötlun og sérþarfir.

Þjálfun fer fram í Laugardalslaug á eftirtöldum tímum:

Mánudaga kl. 16:30-18:00
Þriðjudaga. kl. 16:30 – 18:00
Miðvikudaga kl. 18:30-20:00
Fimmtudaga. kl.16:30 – 18:00
Föstudaga kl.16:00-17:30
Laugardaga kl. 10:15-11:45

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson formaður.
Netfang olliks@simnet.is
Sími 899-8164