Tilkynning frá stjórn Aspar

Kæru félagar/iðkendur/forráðamenn.

Í kjölfar frétta um bann við samkomum þar sem saman koma 100 manns eða fleiri frá og með næsta mánudegi höfum við í stjórn ráðfært okkur m.a. við ÍSÍ og ÍF.

Í framhaldi af því höfum við ákveðið að við munum halda áfram æfingum eins og verið hefur en munum að sjálfsögðu ítreka fyrir okkar þjálfurum og iðkendum að fara eftir þeim ráðleggingum sem komið hafa fram varðandi varúðarráðstafanir vegna Covid 19. Gæta fyllsta hreinlætis og þvo sér oft og vel um hendur, forðast snertingar og ekki knúsa.

Við munum áfram fylgjast vel með og fara eftir leiðbeiningum frá ÍSÍ og Landlækni.

Þeir iðkendur sem ekki treysta sér á æfingar og/eða eru í áhættuhóp, endilega látið þjálfara vita að þið munuð ekki mæta á æfingar á meðan ástandið er svona.

Við sýnum því að sjálfsögðu fullan skilning.

Ákvörðun þessi gildir til og með 16. mars og munum við senda nýja tilkynningu á mánudaginn.

Kveðja,

Stjórn Aspar