Tilkynning!

Kæru félagar/iðkendur/forráðamenn.

Í kjölfar samkomubanns og lokunar á íþróttamannvirkjum höfum við í
stjórn, í samráði við yfirþjálfara félagsins, ákveðið að aflýsa öllum
æfingum félagsins til 23.mars a.m.k.

Þetta á þó ekki við um sundið í Laugardal eða nútímafimleikana,
en æfingar þar verða þó með breyttu sniði.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá þjálfurum greinanna.

Þeir iðkendur sem ekki treysta sér á æfingar og/eða eru í
áhættuhóp, endilega látið þjálfara vita ef þið munið ekki mæta á
æfingar á meðan ástandið er svona.
Við munum að sjálfsögðu sína því fullan skilning.

Við munum áfram fylgjast vel með og fara eftir leiðbeiningum frá ÍSÍ og Landlækni.
Minnum á að gæta fyllsta hreinlætis og þvo sér oft og vel um hendur,
forðast snertingar og ekki knúsa.

Við hvetjum þó alla til að hreyfa sig eins og hægt er á meðan
ástandið er svona, skella sér í gönguferðir eða gera æfingar heima við.

Ákvörðun þessi gildir til og með 23. mars nema forsendurnar breytist.

Kveðja

Stjórn Aspar