Aðalfundur íþróttafélagsins Aspar 2020

Aðalfundur félagsins verður haldinn í B-sal Laugardalshallar þann 28. júní 2020.

Fundurinn hefst kl.14:00.

Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagins frá 2019.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna það til stjórnar í netfangið ospin@ospin.is eigi síðar en viku fyrir aðalfund, eða fyrir 21. júní 2020.

Lagabreytingatillögur þurfa að berast til stjórnar með tölvupósti á netfangið ospin@ospin.is eigi síðar en viku fyrir aðalfund eða 21. júní 2020.

Vorhátíð

Að aðalfundi loknum verður efnt til vorhátíðar þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta því að boðið verður upp á köku í tilefni að 40 ára afmæli Asparinnar.  Stefnt er að því að vorhátíðin hefjist um kl.15:00 og verður í B-sal Laugardalshallarinnar.

Stjórn Aspar