Aðalfundur íþróttafélagsins Aspar 2021

Fundarboð

Aðalfundur Aspar verður haldinn í sal Öryrkjabandalags Íslands að Sigtúni 42, 105 Reykjavík sunnudaginn 16.maí.

Athugið að vegna sóttvarnarreglna verða þeir sem ætla sér að mæta á fundinn að skrá sig með forminu hér að neðan.

Fundur hefst kl. 14:00

Venjuleg aðalfundarstörf

1. mál: Kosning fundarstjóra

2. mál: Kosning fundarritara

3. mál: Lögð fram skýrsla stjórnar

4. mál: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

5. mál: Ákvörðun árgjalds

6. mál: Lagabreytingar

7. mál: Kosning skoðunarmanna reikninga

8. mál: Kosið í stjórn. Kosið er um formann og 2 meðstjórnendur til 2ja ára

Auglýst er eftir framboðum til setu í stjórn Aspar. Senda skal framboð til stjórnar á netfangið ospin@ospin.is

Vorhátíð

Klukkan 15 verða kaffiveitingar í boði Aspar en Öspin verður 41 árs þann 18.maí.

Stjórn Aspar


Skráning á Aðalfund íþróttafélagsins Aspar 2021

Skráning á Aðalfund íþróttafélagsins Aspar 2021

Það verður að setja inn fullt nafn
Sóttvarnarreglur segja að þeir aðilar sem búa á sama stað geta setið saman án 2 metra reglu.
Setjið inn kennitölu í forminu ddmmáá-nnnn
Skráðu inn netfangið þitt.