Breytingar á skrifstofu Asparinnar

Á vormánuðum 2019 urðu breytingar á starfsmanna haldi Asparinnar þegar Darri McMahon lét af störfum fyrir félagið sem þjálfari og framkvæmdastjóri.  Félagið óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir hefur tekið við sem skrifstofustjóri Asparinnar og mun framvegis sjá um samskipti Asparinnar við önnur íþróttafélög, sérsambönd og/eða þau fyrirtæki sem hafa verið í samstarfi við félagið.

Skrifstofutími Asparinnar er frá kl.11 til kl.16, þriðjudaga og fimmtudaga og símanúmer þar er 555 0066. Einnig er alltaf er hægt að senda tölvupóst á netfangið ospin@ospin.is með fyrirspurnum um starfsemi félagsins.

Kær kveðja
Stjórn Aspar